top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Hnefi Lokufjalli í ljósadýrð tungls og snævar

Þriðjudagsæfing 679 þann 16. nóvember 2021.


Þriðjudaginn 16. nóvember gekk á með óveðursvindi og úrkomu allan daginn... og slagveður gekk yfir bílana þegar ekið var um Kjalarnesið inn að mynnid Blikdals í Esjunni... þar sem við ætluðum að ganga á Hnefa í Lokufjalli... en þegar við lögðum bílunum norðan megin við vigtarplanið hætti skyndilega að rigna og það stytti upp...


Við tók friðsælt og fallegt veður sem fylgdi okkur allt kvöldið og gaf okkur smá innsýn inn í þá töfra sem vetrarmyrkurgöngurnar geta gefið okkur þegar best lætur...


Þar sem veðrið var með besta móti gengum við leiðina upp með Lokufjallinu áður en við sneiddum upp á Hnefann sjálfan...


Arnarhamarinn hér í baksýn... borgin... umferðin á þjóðvegi eitt og Guðmundur Jón með höfuðljósið sitt... þetta var dýrðarinnar ljósaganga...


Birtu stafaði ennþá af himni frá sólinni sem settist um klukkutíma áður...


Hnefi hér framundan... með tunglið að berjast við skýin... og snjórinn farinn að ráða ríkjum..


Efri brekkur orðnar hvítar en ekki var þörf á keðjubroddum þar sem færið var mjúkt að mestu leyti...


Dásamlegur félagsskapur og mikið spjallað...



Ljósin aldeilis að lýsa vel þessi misserin...


Uppi á Hnefa var komið í 428 m hæð... þar var varla gjóla... og friðurinn áþreifanlegur...


Við nutum tunglbirtunnar sem lýsti ágætlega upp fjöllin í kring... og Steingrímur kenndi okkur aðra aðferð en vaxandi vinstri aðferðina til að vita hvort tunglið er að vaxa eða minnka... B og D aðferðin...


Töfrar vetursins á þriðjudögum í myrkri fangast vel á þessari mynd... kyngimagnað !


Við fórum gilin niður eftir... en sú leið er í raun ógreiðfærari en með brúnunum... en holl æfing í brölti í þúfum, yfir læki og lægri gil...


Ekta snjósöfnun undir keðjubroddana þegar hitastigið er rétt yfir frostmarki... safnast ótrúlega á þá og valda slysahættu...


Alls 6,1 km á 2:26 klst. upp í 428 m hæð með 397 m hækkun úr 54 m upphafshæð...


Dásamlegt kvöld í frábærum félagsskap þar sem niðurstaðan varð meðal annars sú að það væri miklu skemmtilegra og hentugra að ganga á Elliðatinda á laugardaginn en fara Þvert yfir Ísland þar sem rúta hentar ekki núna með ört vaxandi C19-smitum og jú, það væri miklu meira spennandi að ganga á fjall... og það var og... þjálfarar breyttu ferð helgarinnar í Elliðatindar...

46 views0 comments

留言


bottom of page