top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Kveðja, Svavar Svavarsson.

F. 15. nóvember 1959. D. 14. október 2023.


Við kveðjum í dag kæran, fyrrum göngufélaga fjallgönguklúbbsins, hann Svavar Svavarsson, sem lést þann 14. október síðastliðinn.


Svavar gekk með okkur á fjöll í átta ár og fór í ótal sögulegar fjallgöngur með okkur, en var orðinn sárkvalinn í hnénu í síðustu göngunum og hætti vegna hnémeiðsla fyrir tæpum tveimur árum.


Hann bauð okkur ferðafélögum sínum í bústað sinn, Skálm í Álftaveri á Suðurlandi, í 2ja daga ferð á Lómagnúp og Kristínartinda árið 2018, og þar sýndi hann okkur sinn fallega sælureit sem hann kom sér upp síðustu ár og var honum augljóslega mjög kærkominn.


Það var sérlega gaman að ræða við hann um það ævintýri allt og fylgjast með ferlinu frá því hann ákvað fyrst að reisa sér þennan bústað, valdi stærð og gerð og þar til hann var fullbúinn. Dálæti hans á staðnum leyndi sér ekki og fangaði hug hans allan á hátt sem þau okkar í klúbbnum skildum svo vel, sem gengið höfum í gegnum álíka uppbyggingu.


Svavar var traustur og viðræðugóður göngufélagi og lét ekki sitt eftir liggja í hreinskilnum umræðum um menn og málefni, en þennan eiginleika mátum við mikils í fari Svavars þar sem fjörlegar umræður fara oft á flug þegar gengið er klukkustundum saman í óbyggðunum og þá er fengur í innihaldi, einlægni og dýpt.


Svavar var hjálpsamur og tryggur félagi klúbbsins sem okkur þótti vænt um og við mátum félagsskap hans og nærveru mikils.


Við minnumst hann með söknuði, þakklæti og virðingu. Fyrir hönd klúbbfélaga vottum við fjölskyldu Svavars okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning góðs drengs og kærs göngufélaga.



Ljósmyndir valdar af handahófi úr safni þjálfara úr eftirfarandi göngum:


Gráuhnúkar snúið við vegna veðurs og farið á Helgafell í Mosó 14. mars 2017: Allar þriðjudagsæfingar frá janú (toppfarar.is)


Gönguskíðanámskeið í Bláfjöllum 29. mars 2016: Þriðjudagsæfingar frá janúar út (toppfarar.is) Kirkjufell 6. júní 2015: Kirkjufellið loksins í safnið (toppfarar.is)


Kristínartindar 22. júlí 2018: Tindferð 159 Kristínartindar 22 (toppfarar.is)


Kristjánsdalahorn og Þríhnúkar 3. nóvember 2015: Allar þriðjudagsæfingar frá októ (toppfarar.is)


323 views0 comments

Recent Posts

See All
2.jpg

Toppfarar ehf

kt: 581007-2210

Viðarrimi 52
112 Reykjavík

Iceland

Bára:
867-4000
baraket(hjá)simnet.is

Örn:
899-8185

orn-bokari(hjá)simnet.is

Fjallgöngur.is
Gamla vefsíðan okkar er www.toppfarar.is (2007-2020)

Fjallgönguklúbburinn Toppfarar var stofnaður 15. maí 2007
og er fyrir byrjendur í fjallgöngum...
og vana fjallgöngumenn á öllum getustigum

...sem vilja stunda líkamsrækt úti við...
með því að ganga í óbyggðum allan ársins hring...
og safna fjöllum og firnindum
í leiðinni...

Allir hjartanlega velkomnir...
vanir göngumenn sem byrjendur...
skráning hér !

Margir byrjendur í fjallgöngum hafa tekið skrefið og skráð sig í okkar hóp
og smám saman orðið færir og öruggir fjallgöngumenn... 

Bára Agnes Ketilsdóttir 2007 
Allur réttur áskilinn

bottom of page