
Kinnarhyrna, Axlarhyrna og Tunguhyrna Snæfellsnesi
Sat, Jan 06
|Snæfellsnesfjöllin
Nýársganga á þrjár fjallshyrnur á Snæfellsnesi sem fáir ganga á en rísa formfagrar við rætur Snæfellsjökuls og gefa óborgarnlegt útsýni til jökulsins, sjávar og fjallgarðsins allt í kring. Frekar stutt vegalengd og tímalengd sem hentar vel þar sem akstur er langur og dagurinn stuttur.


Dagsetning og tími
Jan 06, 2024, 8:00 AM – 5:00 PM
Snæfellsnesfjöllin, Axlarhyrna, 356, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 5. janúar 2024 kl. 16:00:
Skráðir eru 13 manns: Aníta, Bára, Birgir, Inga, Ingunn, Jaana, Karen, Linda, Siggi, Sighvatur, Sjöfn Kr., Þórkatla, Örn.
Nýjustu tilkynningar:
*Færum þessa ferð yfir á fyrstu helgina í janúar og höfum aðrar helgar þann mánuð til vara eftir veðurspá.
*Fólksbílafært.
*Jöklabroddar, ísexi og keðjubroddar nauðsynlegur búnaður þar sem snjór og hálka er á láglendi og gera má ráð fyrir harðfenni á fjöllum þó þau séu lág.