
Skarðsheiðin endilöng kyngimagnaða leið á alla tindana
Thu, Apr 24
|Skarðsheiðin
Ævintýraleg leið yfir alla Skarðsheiðina með viðkomu á öllum hennar efri tindum á glæsilegri og mjög fjölbreyttri leið með stórkostlegu útsýni til allra átta.


Dagsetning og tími
Apr 24, 2025, 8:00 AM – 8:00 PM
Skarðsheiðin, Skarðsheiði, 301, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 23. apríl 2025:
Skráðir eru 11 manns (ef allir koma sem eru meldaðir eftir könnun á fb): Bára, Björg, Fanney, Jaana, Inga, Jón Odds., Smári, Sjöfn Kr., Steinar R., Þorleifur og Örn = 4 bílar fyrir ferjun.
Mikilvægar tilkynningar:
*Staðfest brottför á fimmtudag, sumardaginn fyrsta kl. 08:00 frá Reykjavík. Búin að fá leyfi bóndans í Tungu til að leggja bílunum við upphafsstað göngu. *Keðjubroddar, ísexi og jöklabroddar nauðsynlegur búnaður allra NB. Þeir sem ganga með okkur á veturna þurfa að eiga þennan búnað, það er margfalt þess virði að eiga hann og komast á fjöll eða leiðir sem eru okkur annars utan seilingar. Notum hann reglulega yfir vetrartímann svo hann sé okkur tamur og ekki síður til að geta upplifað töfrana á þessum árstíma.
*Ferja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar. Best að 5 manns skipti sér niður á 2 bíla fyrir brottför til að einfalda málin.
*Löng ganga…