Hafursfell og Þríhnúkar í gullfallegu útsýni og veðri.
Tindferð nr. 247 laugardaginn 4. júní 2022. Örn bauð upp á aukagöngu laugardaginn 4. júní þar sem veðurspá var mjög góð þriðju helgina í röð og ferðum verið aflýst vegna ónógrar þátttöku frá því við fórum hina stórkostlegu göngu á Suðurtind í Hrútsfjalli Öræfajökuls... það var kominn tími á aðra tindferð, Bára á helgarvöktum... og hann lét slag standa... Allsmættu 12 manns og fengu dýrindisfjallgöngu í hæsta gæðaflokki... frekar stutta í bæði vegalengd og tíma... svo við voru