Ásfjall og Vatnshlíð... eitt af vinafjöllunum tólf árið 2023.
Æfing nr. 737 þriðjudaginn 10. janúar 2023. Ásfjallið er eitt af tólf vinafjöllunum árið 2023... en hér er um nýja áskorun að ræða þar sem við höfum alltaf og munum alltaf keppast við að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar #vinafjalliðmittx52 á hverju ári hvert og eitt okkar sem hugnast þetta á annað borð... en árið 2023 ákváðum við samt að hafa 12 fjöll í pottinum og við munum því ganga alls 52svar á þau eins og hentar... með þeirri undantekningu að hvert fjall á sinn mánuð..