Dagskrá Toppfara árið 2026
Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar eða vinnu þjálfara.
Þjálfarar mæta annan hvern þriðjudag og hinn þriðjudaginn er frjáls mæting en alltaf ganga á dagskrá.
Æfingagjöld lækka í kjölfarið á þessu og tók sú lækkun gildi í september 2025.
Tvær dagsferðir eru í mánuði, önnur er alltaf á nýtt fjall og hin er stutt og í léttari kantinum á nýtt fjall eða fyrri slóðir.
Toppfarar verða 19 ára þann 15. maí 2026... og hefja þar með sitt tuttugasta starfsár sem er alveg magnað !
Höldum áfram að kanna ókunnar slóðir... safna nýjum fjöllum í safnið...
og nýtum þriðjudagana til að halda okkur í góðu fjallgönguformi til þess arna !
Janúar
Þri 6. jan: Kögunarhóll og Rauðhólsurð í Esju kl. 17:30 - með þjálfurum #Esjanöðruvísi
Laug 10. jan: Hraunsnefsöxl í Borgarfirði
Þri 13. jan: Húsfell frá Kaldárseli kl. 17:30 - með þjálfurum
Þri 20. jan: Úlfarsfell norðan megin frá Skarhólamýri kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 24. jan: Húsatorfuhnúkur, Stekkjatúnshnúkur, Lambhagahnúkur, Botnahnúkur og Bjarnarfell í Ölfusi
Þri 27. jan: Stórhöfði við Hvaleyrarvatn kl. 17:30 - með þjálfurum
Febrúar
Þri 3. feb: Helgafell í Hafnarfirði kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 7. feb: Vörðufell í Biskupstungum
Þri 10. feb: Litli og Stóri Sandhryggur í Esju kl. 17:30 - með þjálfurum #Esjanöðruvísi
Þri 17. feb: Úlfarsfell sunnan megin frá efra bílastæði kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 21. feb: Sauðafell, Norðurbjallar og Fossabrekkur við Heklurætur #Hekluslóðir
Þri 24. feb: Arnarhamar og Smáþúfur í Blikdal
Mars
Þri 3. mars: Helgafell í Mosó kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 7. mars: Kýrgilshryggur, Litla Skarðsmýrarfjall og Svartagljúfur frá Sleggjubeinsskarði í Hveragerði
Þri 10. mars: Múli og Bakhæðir frá Stardal - kl. 17:00 frá Grjóthálsi með þjálfurum
Þri 17. mars: Úlfarsfell austan megin frá Sólbakka kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 21. mars: Smérhnúkur, Seljafell, Háakast og Geirhnúkur við Vatnaleiðina #Snæfellsnesfjöllin
Þri 24. mars: Kollafjarðará þrædd upp í Gunnlaugsskarð kl. 17:30 - með þjálfurum #Esjanöðruvísi
Þri 31. mars: Búrfellsgjá kl. 17:30 - frjáls mæting
Apríl
Skírdagur 2. apríl: Hekla frá Ytri Rangá - aðrir páskadagar til vara eftir veðri og áhuga.
Þri 7. apríl: Dauðidalur, Hádegishnúkur og Stóra Reykjafell baksviðs kl. 17:00 frá Grjóthálsi - með þjálfurum
Þri 14. apríl: Reykjaborg og Hafrahlíð frá Hafrarétt kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 18. apríl: Grafartindar í Dölunum bak við Baulu
Þri 21. apríl: Gljúfurdalur Esju bakdyramegin að Steini kl. 17:00 frá Grjóthálsi - með þjálfurum #Esjanöðruvísi
Þri 28. apríl: Háihnúkur í Akrafjalli kl. 17:30 - frjáls mæting
Maí
Fös 1. maí eða laug 2. maí: Kattareyra við Ljósufjöll #Snæfellsnesfjöllin
Þri 5. maí: Keilisbörn, Hrafnafell og Keilir kl. 17:00 frá Ásvallalaug - 19 ára afmælisganga !
Laug 9. maí: Jöklaferð með Asgard Beyond #Vatnajökull
Þri 12. maí: Tröllafoss við Stardal kl. 17:30 - frjáls mæting
Fim 14. maí eða laug 16. maí: Steinafjall undir Eyjafjallajökli #Eyjafjöllin
Þri 19. maí: Hvalskarðsá og Botnsá öðruvísi leið að Glym í Hvalfirði kl. 17:00 frá Grjóthálsi - með þjálfurum
Þri 26. maí: Vífilsfell kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 30. maí: Hafursey við Þakgil á Mýrdalssandi
Júní
Þri 2. júní: klúbbganga - þjálfarar í sumarfríi
Þri 9. júní: klúbbganga - þjálfarar í sumarfríi
Þri 16. júní: klúbbganga - þjálfarar í sumarfríi
Þri 23. júní: klúbbganga - þjálfarar í sumarfríi
Júlí
Þri 7. júlí: Keilir kl. 17:00 frá Ásvallalaug Hf - frjáls mæting
Mið 8. - sun 12. júlí: Ketildalir á Vestfjörðum - 30 km nætur - ofur - ganga (2ja daga ferð með alla daga mögulega)
Þri 14. júlí: Mófell og Ok undir Skarðsheiði kl. 17:00 frá Grjóthálsi - með þjálfurum
Þri 21. júlí: Móskarðahnúkar kl. 17:30 - frjáls mæting
Mið 22. - sun 26. júlí: Sprengisandur 3ja daga ganga í Nýjadal - allir 5 dagarnir mögulegir, helst mið-fös #ÞvertyfirÍsland
Þri 28. júlí: Sköflungur við Nesjavelli kl. 17:30 - frjáls mæting
Ágúst
Þri 4. ágúst: Geirmundartindur í Akrafjalli kl. 17:30 frá fjallsrótum - frjáls mæting
Laug 8. ágúst: Tjaldfell, Tjörfafell, Ljótipollur, Norðurnámur og Suðurnámur kringum Frostastaðavatn #FjöllinaðFjallabaki
Þri 11. ágúst: Brekkukambur í Hvalfirði kl. 17:00 frá Grjóthálsi - með þjálfurum
Þri 18. ágúst: Smáþúfur í Blikdal kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 22. ágúst: Þóristindur, Dálkur og Hattur Veiðivötnum (eða Kerlingarfjöll)
Þri 25. ágúst: Dyradalir í Henglinum kl. 17:00 frá Grjóthálsi - með þjálfurum
September
Þri 1. sept: Grímmannsfell um Helgufoss kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 5. sept: Bláfjöll um Bláfjallakvísl að upptökum við Mýrdalsjökul við Laugaveginn #Laugavegsfjöllin
Þri 8. sept: Bleikhóll, Ketilstindur, Skarðatindur og Miðdegishnúkur Sveifluhálsi kl. 17:00 frá Ásvallalaug - með þjálfurum
Þri 15. sept: Steinninn í Esju kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 19. sept: Ljósárfoss í Ljósártungum frá Markarfljóti við Laufafell #FjöllinaðFjallabaki
Þri 22. sept: Gljúfur, Hnjúkur og Karl við Kistufell í Esju kl. 17:00 - með þjálfurum #Esjanöðruvísi
Þri 29. sept: Undirhlíðar frá Kaldárseli kl. 17:30 - frjáls mæting
Október
Laug 3. okt: Stóra og Litla Björnsfell við Langjökul #Langjökulsfjöllin eða Syðri Jarlhettur #Jarlhettur
Þri 6. okt: Skotlandsöxl, Skotland og Hrafnagilsfoss í Esju frá Kollafjarðará kl. 17:30 - með þjálfurum #Esjanöðruvísi
Þri 14. okt: Æsustaðafjall og Reykjafell frá Skammadal kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 17. okt: Hrafnabjörg kringum Hrafnabjargavatn á Hellismannaleið #FjöllinaðFjallabaki
Þri 20. okt: Rauðuhnúkar við Bláfjöll kl. 17:00 frá Grjóthálsi 5 - með þjálfurum
Þri 27. okt: Úlfarsfell vestan megin frá skógræktinni kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 31. okt: Varadagur
Nóvember
Þri 3. nóv: Valahnúkar frá Kaldárseli kl. 17:30 - með þjálfurum
Þri 10. nóv: Mosfell kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 14. nóv: Kerlingarfjall og Hafrafell við Vatnaleiðina #Snæfellsnesfjöllin
Þri 17. nóv: Nípa í Esju kl. 17:30 frá fjallsrótum - með þjálfurum #Esjanöðruvísi
Þri 24. nóv: Úlfarsfell sunnan megin frá neðra bílastæði kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 28. nóv: Sokkatindur, Sauðártindur, Fjárskjólshnúkur, Klóarfjall, Álútur og Botnafell kringum Gufudal
Desember:
Þri 1. des: Háihnúkur í Akrafjalli kl. 17:00 frá Grjóthálsi 5 - aðventuganga með þjálfurum
Þri 8. des: Ásfjall frá Ásfjallalaug kl. 17:30 - frjáls mæting
Laug 12. des: Hestfjall í Grímsnesi
Þri 15. des: Úlfarsfell vestan megin frá skógræktinni um bröttu brekku kl. 17:30 - jólaganga með þjálfurum
Þri 22. des: Vinafjallið mitt eða jólafrí
Laug 27. des: Brimlárhöfði við Kirkjufell #Snæfellsnesfjöllin
Þri 29. des: Lágafell og Lágafellshamrar í Úlfarsfelli frá Lágafellskirkju kl. 17:30 með þjálfurum
Áskorun ársins 2026 er 100 fjöll á einu ári
... þar sem við skulum ná að ganga á 100 fjöll, tinda, fell eða gönguleiðir á einu ári.
Ofurganga ársins 2026 er Ketildalir í Arnarfirði á Vestfjörðum
... þar sem við tökum langa næturgöngu um slóðir Gísla í Uppsölum, Samúels listamanns með barnshjartað
og fleiri markverðra einstaklinga og endum í freyðivínspartýi á Bíldudal
en undirbúningur fyrir þessa ferð verður ekki síst lestur um sögu Arnarfjarðar og fólksins á þessum slóðum.
Bætum markvisst áfram við kyngimögnuðum fjöllum í söfnin
#FjöllinaðFjallabaki #Laugavegsfjöllin #Þórsmerkurfjöllin #Hekluslóðir #Eyjafjöllin #Langjökulsfjöllin #Snæfellsnesfjöllin #Vatnajökull #Jarlhettur #ÞvertyfirÍsland #Langjökulsfjöllin
sem flest eru uppi á hálendi og sum hver fáfarin og jafnvel lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur.
#ÞvertyfirÍsland
Höldum áfram göngunni yfir landið og göngum yfir Sprengisand í Nýjadal á þremur dögum...
Göngum á 19 fjöll á 19 dögum á 19 ára afmælinu í maí:
#x19fjöllá19dögum
... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana:
#páskafjöllin5
Höldum áfram að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar á árinu 2026 eða eins margar og aldurinn okkar er...
af því það er ein besta leiðin til að halda sér í góðu fjallgönguformi að heimsækja uppáhaldsfjallið sitt vikulega
en þó gæti verið að við þurfum að setja þessa æfingaaðferð á ís á árinu af því við erum að safna 100 fjöllum...
#vinafjalliðmittx52
Prjónum áfram riddarapeysur og aukahluti riddarans... vettlinga, húfur, pils...
til að auðga lífið, skapa, njóta fegurðar, læra af hvort öðru og bara hafa gaman :-)



