top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

100 fjöll eða gönguleiðir á árinu 2026 - rúmlega 100 eru á dagskrá Toppfara á árinu svo ekkert mál !

Thu, Dec 31

|

#100fjöll

Áskorun ársins 2026 er að ganga, skokka, hjóla eða skíða á 100 fjöll, tinda, fell eða gönguleiðir á árinu 2026. Á dagskrá Toppfara á árinu eru rúmlega 100 fjöll, tindar eða gönguleiðir svo við náum þessu og bara gaman að ná nokkrum á eigin vegum líka !

100 fjöll eða gönguleiðir á árinu 2026 - rúmlega 100 eru á dagskrá Toppfara á árinu svo ekkert mál !
100 fjöll eða gönguleiðir á árinu 2026 - rúmlega 100 eru á dagskrá Toppfara á árinu svo ekkert mál !

Dagsetning og tími

Dec 31, 2026, 11:00 AM – 11:00 PM

#100fjöll, Esjan, 162, Iceland

Nánari upplýsingar

Þátttökureglur:  


1. Eingöngu klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt. 


2. Það má ganga, skokka, hjóla eða skíða (fleiri hugmyndir ?).


3. Telja má fleiri en einn tind í sömu ferð ef þeir eru skilgreindir á fjallinu, t. . Kerhólakambur og Þverfellshorn á Esju í einni og sömu göngunni og eins má telja mismunandi leiðir á sama fjallið / tindinn.


4. Þetta mega vera lág fjöll, skilgreindir tindar og jafnvel hlíðar eins og Vífilsstaðahlíð, enda eru gönguleiðir með í þessari áskorun. Hver og einn getur þrengt skilgreiningaratriðin þannig að eingöngu fjöll telja og ekki leiðir, en við viljum hafa leiðirnar með sem og lágu fjöllin því allt er þetta hreyfing og oft mögnuð útivist óháð hæðarmetrum eða vegalengd. Þá geta menn einnig ákveðið að telja ekki sama fjallið tvisvar eins og má (mismunandi leiðir til á Úlfarsfelli) en hver og einn þrengir viðmiðin sjálfur eftir smekk og getu. Mikilvægast er auðvitað…


Deildu hér

bottom of page