top of page

Tue, May 16

|

Afmælisganga #Vatnahringir2023

16 ára afmælisganga í uppáhalds prjónapeysunni og prjónahúfu ALLIR í tilefni dagsins.

Fögnum 16 ára afmæli fjallgönguklúbbsins með því að mæta ÖLL á þriðjudagsæfingu í prjónapeysum OG með prjónahöfuðfat og annað prjónles eftir smekk og skálum með freyðivíni, gosi og kökubita í boði þjálfara, fyrir því að hafa virkilega verið á fjöllum í alls sextán ár og vera ennþá hvergi hætt !

Registration is Closed
See other events
16 ára afmælisganga í uppáhalds prjónapeysunni og prjónahúfu ALLIR í tilefni dagsins.
16 ára afmælisganga í uppáhalds prjónapeysunni og prjónahúfu ALLIR í tilefni dagsins.

Time & Location

May 16, 2023, 5:00 PM – 9:30 PM

Afmælisganga #Vatnahringir2023, Kleifarvatn, 241, Iceland

About the Event

Erum við í alvörunni búin að ganga á fjöll í 16 ár ?  Jebb... það eru 1084 göngur að baki... !

Mjög mikilvægt að mæta í prjónapeysu og prjónahöfuðfati NB, þetta er ekki gaman nema allir séu með ! 

Tökum fallega hópmynd af okkur í prjónlesinu því nú erum við að safna árlegum afmælisþemamyndum sem eru orðnar ansi sögulegar og flottar með árunum. 

Þeir sem eiga fleiri en eina prjónahúfu og vilja lána þeim sem ekki eiga endilega mætið með aukahúfur svo allir séu eins -.

Gamlir og nýir klúbbmeðlimir hjartanlega velkomnir með í þessa göngu og klúbbmeðlimir mega endilega taka gesti með sem þeir bera þá ábyrgð á.

Sjá allt um göngu kvöldsins sem er ægifögur efst á vefsíðu okkar www.fjallgongur.is og umræður á lokaða fb-hópi Toppfara.

Sjá fb-viðburð hér: 

Share This Event

bottom of page