top of page

Mon, May 15

|

#Toppfaraáskorun

16 fjöll á 16 dögum... í tilefni af 16 ára afmæli Toppfara - og hlæjum sem mest allan tímann !

Göngum á 16 fjöll á 16 dögum í tilefni af 16 ára afmælisári fjallgönguklúbbsins sem var stofnaður þann 15. maí árið 2007 á Esjunni... sko ef við ætlum að ganga 31 fjall á 31 degi á 31 ára afmæli Toppfara árið 2038... þá getum við nú þetta :-)

Registration is Closed
See other events
16 fjöll á 16 dögum... í tilefni af 16 ára afmæli Toppfara - og hlæjum sem mest allan tímann !
16 fjöll á 16 dögum... í tilefni af 16 ára afmæli Toppfara - og hlæjum sem mest allan tímann !

Time & Location

May 15, 2023, 8:00 AM – May 30, 2023, 11:00 PM

#Toppfaraáskorun, Esjan, 162, Iceland

About the Event

Hefst mán 15. maí og lýkur þri 30. maí. 

Hlæjum sem mest og höfum gaman af... og njótum þess að geta virkilega gengið á 16 fjöll á 16 dögum... af því við ætlum að gera þetta næstu árin upp í 20 ára afmæli klúbbsins... og langtímamarkmiðið er að ná 31 árs afmæli og fylla þannig alveg út í maímánuð... það verður drepfyndið ! ... já, við getum þetta ! ... með því að taka okkur ekki of alvarlega... heldur hugsa í lausnum en ekki hindrunum.. og bara hafa gaman... 

Þátttökuskilyrði:

1. Melda þarf fjallalistann sinn inn á viðburðinn eða í tölvupósti til þjálfara í lok áskorunarinnar. Nauðsynlegt er að þar komi fram nafn á hverju fjalli og dagsetningar. Aðrar tölfræðiupplýsingar eru valkvæðar en vel þegnar.

2. Ein mynd skal fylgja með og ekki verra ef smá pistill fylgir með um hvernig upplifunin var að gera þetta. Engar sjálfumyndir eins og alltaf í okkar áskorunum NB. Tökum eftir fegurðinni í kringum okkur og myndum hana og tökum athyglina frá okkur sjálfum.

3. Leyfilegt að fara á sama fjallið oftar en einu sinni í áskoruninni almennt og taka fleiri fjöll / tinda í sömu ferð og ganga á sama fjallið oftar en einu sinni í sömu ferð, ef farið er niður að fjallsrótum aftur (vanalegur upphafsstaður). Engin ákveðin skilgreining er á hvað telst fjall, heldur gilda öll fjöll, fell og hlíðar sem við höfum hingað til talið í okkar göngum sem "tind" eins og Búrfellsgjá, Vífilsstaðahlíð, Steinninn á Esjunni o.s.frv. en það þarf að vera einhvers lags "tindur" en ekki eingöngu gönguleið, hver og einn metur þetta eftir sínum metnaði. 

4. Allir núverandi og fyrrverandi Toppfarar velkomnir að taka þátt í þessari áskorun. 

5. Dreginn út einn þátttakandi sem vinnur sér inn árgjald í klúbbnum sem viðkomandi má nýta fyrir sjálfan sig eða gefa öðrum.

Lausnamiðuð hugsun: 

Tvær næstu þriðjudagsæfingar bjóða upp á nokkra tinda hvort kvöld og ef við mætum á Hrútaborgina föstudaginn 19. maí og til Vestmannaeyja um hvítasunnuna þá erum við í góðum málum með 16 fjöll... og eins ef menn taka vinafjallið sitt þá daga sem þeir geta... jebb... hugsa í lausnum... þetta er ótrúlega gaman !

Langtímaáætlunin... er að gera þetta árlega með einum degi til viðbótar hvert ár... við erum búin að gera þetta síðan klúbburinn varð 10 ára árið 2017... svo árið 2027 náum við 20 fjöllum á 20 dögum og árið 2038 ætlum við að ganga á 31 fjall á 31 degi frá 1. - 31. maí 2038... já, bara gaman og ekkert annað !

Sjá samantekt úr fyrri áskorunum í gegnum árin:

https://www.fjallgongur.is/allar-askoranir-toppfara-fra...

Sjá fb-viðburð hér:  

Share This Event

bottom of page