
17 fjöll á 17 dögum... í tilefni af 17 ára afmæli Toppfara !
Sun, May 12
|#Toppfaraáskorun #afmælisáskorun
Göngum á 17 fjöll á 17 dögum í tilefni af 17 ára afmælisári fjallgönguklúbbsins sem var stofnaður þann 15. maí árið 2007 á Esjunni... sko ef við ætlum að ganga 31 fjall á 31 degi á 31 ára afmæli Toppfara árið 2038... þá er eins gott að fara að æfa fyrir það :-)


Dagsetning og tími
May 12, 2024, 8:00 AM – May 28, 2024, 11:00 PM
#Toppfaraáskorun #afmælisáskorun , Esjan, 162, Iceland
Nánari upplýsingar
Hefst sun 12. maí og lýkur þri 28. maí 2024.
Njótum þess að geta virkilega gengið á 17 fjöll á 17 dögum... af því við ætlum að gera þetta næstu árin upp í 20 ára afmæli klúbbsins... og langtímamarkmiðið er að ná 31 árs afmæli og fylla þannig alveg út í maímánuð... það verður drepfyndið ! ... já, við getum þetta ! ... með því að taka okkur ekki of alvarlega... heldur hugsa í lausnum en ekki hindrunum.. og bara hafa gaman...
Þátttökuskilyrði:
1. Melda þarf fjallalistann sinn inn á viðburðinn eða í tölvupósti til þjálfara í lok áskorunarinnar. Nauðsynlegt er að þar komi fram nafn á hverju fjalli og dagsetningar. Aðrar tölfræðiupplýsingar eru valkvæðar en vel þegnar.
2. Ein mynd skal fylgja með og ekki verra ef smá pistill fylgir með um hvernig upplifunin var að gera þetta. Engar sjálfumyndir eins og alltaf í okkar áskorunum NB. Tökum eftir…