
Aldan, Barmur og Halldórsfell við Landmannalaugar ofan Jökulgils - könnunarleiðangur
Sat, Aug 09
|#FjöllinaðFjallabaki
Hrikalega spennandi könnunarleiðangur um gula, ægifagra fjallshrygginn sem varðar allt Jökulgilið með einstöku útsýni og nýju sjónarhorni yfir Landmannalaugar, Jökulgilið og Kýlinga. Göngum á Ölduna og Halldórsfell og hugsanlega Gvendarhyrnu í leiðinni. Fágæt leið um fegurstu slóðir Íslands.


Dagsetning og tími
Aug 09, 2025, 7:00 AM – 8:00 PM
#FjöllinaðFjallabaki, Landmannalaugar, 851, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 21. júní 2025:
Skráðir eru x manns: - og þjálfarar.
Mikilvægar tilkynningar:
*Jepplingafært / fjórhjóladrifsfært (engin vöð á leiðinni).
*Athugið að við leggjum ekki við Landmannalaugar heldur í Kýlingum á Fjallabaksleið nyrðri (um 4 km frá Laugum).
*Þetta er könnunarleiðangur að hætti hússins og því áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds. Hugsanlega verða þjálfarar búnir að fara könnunarleiðangur um þessa leið í sumarfríinu sínu samt.