
Austari Helgrindur á Kamb og Rauða gíginn við Tröllafjölskylduna á Snæfellsnesi
Sat, Oct 04
|Helgrindur
Sjaldfarnir fjallstindar í austari hluta Helgrinda í mögnuðu útsýni og landslagi þar sem við þræðum upp með fjallseggjum Kambs og komum fram á rauða gíginn sem rís á brúnum Helgrinda þar sem Tröllafjölskyldan og Örninn ráða ríkjum og göngum á Tröllbarn og Tröllkerlingu ef aðstæður og tími leyfa.


Dagsetning og tími
Oct 04, 2025, 7:00 AM – 7:00 PM
Helgrindur, Kálfárvellir, 356, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 5. september 2025:
Skráðir eru x manns + þjálfarar.
Nýjustu tilkynningar: *Fólksbílafært.
*Förum eingöngu í góðri veðurspá þar sem skyggni skiptir öllu á þessu magnaða göngusvæði og eingöngu ef ekki er komið frost og snjór í fjöllin þar sem síðast þurftum við frá að hverfa vegna harðfennis í efstu hlíðum.
*Þetta er könnunarleiðangur að hætti hússins og því áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds.
*Mynd ferðar er tekin í magnaðri ferð á Helgrindur 11. september 2021: Helgrindur... hrikalega fagrar fjallsbrúnir