Sat, Apr 30
|Bjólfell
Bjólfell og félagar við Heklurætur.
Mjög spennandi hringleið á lág en sjaldfarin fjöll í hraunuðu brúðarslöri Heklu sem heita Bjólfell, Strilla (Stritla), Hádegisfjall, Langafell, Gráfell og Tindgilsfell (Tindilsfell) en þau standa vörð um blómlegu byggðina vestan megin undir eldfjallinu þar sem hrauntungurnar hafa stöðvast á.
Time & Location
Apr 30, 2022, 8:00 AM – 7:00 PM
Bjólfell, Hekla
About the Event
Uppfært 29. apríl kl. 11:
Skráðir eru 10 manns: Bára, Birgir, Fanney, Gulla, Jaana, Sigrún Eðvalds., Sjöfn Kr., Þórkatla, Örn + systir Sjafnar gestur.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Förum ef veðurspá er góð og þátttaka sæmileg. Skráning með greiðslu eða meldingu á fb-viðburð um inneign.
Verð:
Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 9.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5 (ath þjálfarar koma úr sveitinni og hitta hópinn við afleggjarann að Leirubakka kl. 9:15).
Heimkoma:
Um kl. 19:00 miðað við 2 klst. akstur, 7 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 2 klst.
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Suðurlandsveg að Landvegamótum en þar er beygt til vinstri inn veg 26 framhjá Galtalækjarskógi en fljótlega eftir hann er beygt til hægri inn veg 268 og ekið framhjá bæjunum Næfurholti og Haukadal þar sem bílar eru skildir eftir á malarstæði við fjallsrætur Bjólfells.
Hæð:
Um 450 m.
Hækkun:
Um 1.020 m miðað við 106 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 15 - 16 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 7 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið upp og niður lág og greiðfær fell á mjög flottri hringleið í fjölbreyttu landslagi og sérstökum fjallasal um hraun, sanda og skriður með Heklu og hraunbreiður hennar í seilingarfjarlægð annars vegar og blómlegu sveitina vestar hins vegar. Hringleið sem þjálfarar bjuggu til árið 2013 og hefur verið farin af fleirum síðan.
Erfiðleikastig:
Um 2-3 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir miðlungslanga dagsgöngu upp sex ólík fell um skriður, hraun, mosa og sanda.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Fjöllin eru snjólaus svo ekki er þörf á keðjubroddum.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: https://fb.me/e/2tZxSZXZthttps://fb.me/e/2tZxSZXZt