top of page

Sat, Jan 29

|

Reykjavík

Bláfjallahryggurinn allur frá suðurenda yfir á Vífilsfell í norðri bakdyramegin

Frá syðsta tagli Bláfjalla við Suðurgil um Bláfjallahrygginn endilangan í norðaustur á Bláfjallahorn, Hákoll og nyrsta tind Bláfjallahryggjarins og svo niður um Draumadali á Bláfjallahnúka og endað á tindi Vífilsfells þar sem farið er hefðbundna leið niður.

Registration is Closed
See other events
Bláfjallahryggurinn allur frá suðurenda yfir á Vífilsfell í norðri bakdyramegin

Time & Location

Jan 29, 2022, 8:00 AM – 6:00 PM EST

Reykjavík, Reykjavík, Iceland

About the Event

Uppfært 28. janúar 2022: 

Skráðir eru 10 manns : Bjarni, Fanney, Jaana, Linda, Sigurbjörg, Siggi, Sigrún Bjarna, Silla, Þórkatla, Örn.

Hámark 30 manns, lágmark 12 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Förum þó fámennt verði, besta veðrið í janúar hingað til, fínasta æfing fyrir Hrútsfjallstinda.

*Jöklabroddar, ísexi og keðjubroddar nauðsynlegur búnaður allra NB. Nauðsynlegt að koma sér upp þessum búnaði ef menn ganga almennt á fjöll með okkur á veturna. 

Verð:

Kr. 4.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 8.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Hámark 30 manns, lágmark 12 manns.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:  

Leiðsögn:

Örn.

Brottför:

Kl. 8:00  á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 17-18:00 miðað við 45 mín,  7-8  klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 45 mín.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurlandsveg og beygt inn afleggjarann að Vífilsfelli þar sem helmingur bíla er skilinn eftir við endastað göngu. Keyrt á hinum helmingi bíla upp í efra skíðasvæðið í Bláfjöllum (gönguskíðasvæði Ullar og lyftan í Suðurgili) þar sem gangan hefst. Í lok göngu þarf svo að keyra frá Vífilsfelli upp í Bláfjöll að sækja bílana áður en keyrt er heim. 

Hæð:

Um 712  m.

Hækkun:

Um 1.200 m miðað við  524 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 17 - 18  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 7 - 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið aflíðandi brekku við skíðasvæðið í Suðurgili upp á hrygg Bláfjalla stuttu frá skíðalyftunum og gengið með hryggnum örugga leið upp og niður hóla og hæðir framhjá skíðalyftunum og meðfram skíðabrekkunum efst og svo áfram til norðausturs í átt að Vífilsfelli með magnað útsýni beggja vegna Bláfjalla. Gengið til enda Bláfjallahryggjarins í botni Jósepsdals þar sem Ólafsskarðshnúkar taka við og beygt þar niður í Draumadali sem eru þveraðir og ferið upp á Bláfjallahnúkana tvo svo sem er okkar nafngift og í takt við Ólafsskarðahnúkana tvo og Sauðadalahnúkana tvo. Mjög flott leiðin í gegnum Bláfjallahnúka og eins tekur svipmikið og ævintýralegt landslag við að Vífilsfelli þar sem komið er að því bakdyramegin og klöngrast hefðbundna leið upp á efsta tind þaðan sem við sjáum yfir alla okkar leið um Bláfjöllin öll. Farið niður gömlu leiðina af Vífilsfelli um kverkina og svo slóðann niður í lokin að bílunum. 

Erfiðleikastig:

Um 2-3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir frekar langa dagsgöngu en ekki flókna tæknilega en þó ágætis brölt upp og niður og smá klöngur á Bláfjallahnúkum og Vífilsfelli. 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: 

Share This Event

bottom of page