top of page

Sat, Aug 10

|

Skaftafell

Bleikagil og Tröllhöfði um Bláhnúk, Brennisteinsöldu og Vondugil frá Landmannalaugum

Hrikalega spennandi könnunarleiðangur á hinn þekkta Bláhnúk þar sem við ætlum svo að skoða og finna leið um fáfarið bleikt gil og brölta upp á hinn fáfarna Tröllhöfða sem trónir yfir Landmannalaugasvæðinu og gefur allt aðra sýn á svæðið en áður og enda loks um hin litfögru Vondugil í bakaleiðinni.

Bleikagil og Tröllhöfði um Bláhnúk, Brennisteinsöldu og Vondugil frá Landmannalaugum
Bleikagil og Tröllhöfði um Bláhnúk, Brennisteinsöldu og Vondugil frá Landmannalaugum

Time & Location

Aug 10, 2024, 7:00 AM – 9:00 PM

Skaftafell, Landmannalaugar, 851, Iceland

About the Event

Uppfært 30. maí 2024:

Skráðir eru x manns: + Bára og Örn þjálfarar.

Mikilvægar tilkynningar: 

*Mögulegir göngudagar eru fös, laug og sun.

*Jepplingafært að vaðinu inn að Laugum. 

*Athugið að panta þarf bílastæði við Landmannalaugar FYRIR ferð sem hver og einn bíll sér um og farþegar greiða saman. 

*Þetta er könnunarleiðangur þar sem við förum troðnar slóðir á Bláhnúk og um Vondugil en ótroðnar slóðir um Bleikagilið og á Tröllhöfða. 

*Tökum vaðskó með ef ske kynni að vaða þyrfti í Bleikagilinu. 

Verð:

Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 12.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 15.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Þorgeirsfell - Long term forecast

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 7:00 á slaginu frá Össuri, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 21:00 í Reykjavík. 

Aksturslengd:

Um 3 klst. frá Reykjavík í Landmannalaugar um Hrauneyjarleið. Jepplingafært. Jeppar komast alveg í Laugar en jepplingar leggja bílum fyrir vaðið. Ekkert vað á leiðinni fyrir bíla NB (Helliskvíslin er á Dómadalsleið).

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurlandsveg um Hrauneyjar í Landmannalaugar. 

Hæð:

Um 950 m.

Hækkun:

Um 1.050 m miðað við 600 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 18 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið á vel troðnum stíg til að byrja með frá Laugum á Bláhnúk og niður í Grænagil að Brennisteinsöldu og áfram um Laugavegsleiðina þar til við beygjum út af leið að Bleikagili þar sem leitað verður að leið niður í gilið og um það niðri helst að tjörnunum sem við sáum í fyrra. Út gilinu þurfum við að finna leið á brölti um sandhryggi og úfin gil upp á gróna og greiðfæra heiði þar sem brölt er grýtta en örugga leið upp á Tröllhöfða þaðan sem stórkostlegt útsýni gefst yfir Landmannalaugasvæðið og Laugavegsgönguleiðina upp að Hrafntinnuskeri. Frá Tröllhöfða komum við okkur um brúnirnar að Vondugiljum þar sem við erum aftur komin á slóðaða leið um þau alla leið til baka í Landmannalaugar en við ætlum út af leið til að skoða gilin vel áður en gangan endar.  Gerum ráð fyrir að þurfa að vaða í Bleikagili svo tökum með vaðskó.

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í góðu gönguformi fyrir frekar langa og krefjandi dagsgöngu en þó á slóða allan tímann þar sem við njótum hvers skrefs og stöldrum mikið við að skoða útsýnið og landslagið í kring. 

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð einnig á opinni fb-síðunni www.facebook.com/fjallgongur.is = (20+) Facebook 

Share This Event

bottom of page