top of page

Botnssúlurnar allar fimm í einni göngu

Sat, May 31

|

#BotnssúlurAllarFimm

Hrikalega flott og krefjandi ganga á alla fimm tinda Botnssúlna í einni ferð þar sem brölt og klöngur einkennir leiðina upp og niður í grýttum brekkum með snjó líklega að hluta til í efstu hlíðum. Mögnuð upplifun á þessum glæsilega fjallgarði og stórkostlegt ævintýri fyrir sterka fjallgöngumenn.

Botnssúlurnar allar fimm í einni göngu
Botnssúlurnar allar fimm í einni göngu

Dagsetning og tími

May 31, 2025, 6:00 AM – 10:00 PM

#BotnssúlurAllarFimm, Botnssúlur, 806, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 21. janúar 2025:


Skráðir eru x manns:


Mikilvægar tilkynningar:

*Fólksbílafært.

*Þessi ganga er eingöngu á færi þeirra sem eru í mjög góðu gönguformi fyrir mjög langan dag og krefjandi landslag nánast allan tímann þar sem reynir á að vera öruggur í bratta og með úthald fyrir 25 km á 14 klst. þar sem hækkunin tæplega 2.300 m. Í raun erfiðari ganga en á Hvannadalshnúk ef horft er til hækkunar og yfirferðar á landslagi.

*Þriðjudagsæfingarnar æfa vel klöngur og brölt í grjóti og brekkum og tindferðirnar um helgar æfa vel úthald á löngum vegalengdum og það er nauðsynlegt að æfa bæði mjög vel fram að þessari ferð.


Deildu hér

bottom of page