top of page

Sat, Nov 05

|

#Snæfellsnesfjöllin

Drápuhlíðarfjall og Írafell Snæfellsnesi

Frekar létt og stutt en mjög falleg ganga á litríkt fjall á norðanverðu Snæfellsnesi með viðkomu á lítið þekktu felli við hliðina í einstaklega fallegri sveit með fjallstinda Snæfellsness allt í kring og gullfallega sjávarsýn sem auka á upplifunina.

Registration is Closed
See other events
Drápuhlíðarfjall og Írafell Snæfellsnesi
Drápuhlíðarfjall og Írafell Snæfellsnesi

Time & Location

Nov 05, 2022, 8:00 AM – 4:00 PM

#Snæfellsnesfjöllin, Drápuhlíðarfjall, Iceland

About the Event

Uppfært 4. nóvember kl. 22:00: 

Skráðir eru 12 manns; Agnar, Fanney, Guðmundur Jón, Gulla, Jaana, Jóhanna D., Katrín Kj., Oddný T., Sjöfn Kr., Þórkatla og báðir þjálfarar. Staðfest brottför út frá veðurspá og þátttökufjölda, fámennt en góðmennt,  röðum saman í bíla við Össur í fyrramálið, njótum dagsins :-) 

Hámark 20 manns, lágmark 10 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Fólksbílafært að fjallsrótum. Færum Hengilsgönguna um viku til 12. nóv með von um betri þátttöku þá.

Verð:

Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 10.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 13.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is. 

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 16 - 17 miðað við 2ja klst. akstur, 4 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 2 klst.

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Akstursleiðarlýsing:

Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg F1, gegnum Borgarnes og beygt stuttu síðar til vinstri inn Snæfellsnesið um F54 og það ekið þar til beygt er til hægri inn Vatnaleiðina F56. Þegar niður er komið af henni er beygt til hægri inn Snæfellsnesveg F54 og ekið stutta stund þar til aftur þarf að beygja F58 rétt áður en komið er að góðu bílastæði við fjallsrætur Drápuhlíðarfjalls.

Hæð:

Um 530 m.

Hækkun:

Um 700 m miðað við 48 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 10 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 4 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið aflíðandi brekkur í fjölbreyttu landslagi í grjóti, skriðum og mosa um líparítslegið fjall upp á hæsta tind og áfram niður af því norðan megin og upp á aukafellið sem rís þar og nefnist Írafell. Fundin leið niður með láglendinu annað hvort vestan megin eða austan eftir því hvað landslagið kallar á en ár og vötn skreyta landsvæðið í kring og gætu því flækt för.

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir stutta og frekar létta dagsgöngu sem gefur mikið í landslagi og útsýni.

Búnaður:

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og að vetri til erum við alltaf öll með keðjubroddar, ísexi og jöklabroddar en það fer þó eftir snjóalögum og leiðarvali hverju sinni.  

Nánari búnaðarlisti hér !

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  Drápuhlíðarfjall og Írafell Snæfellsnesi | Facebook

Share This Event

bottom of page