Dýjadalshnúkur, Tindstaðafjall, Selfjall, Melahnúkur og Hnefi í Lokufjalli frá Kerlingargili #EsjanÖll2022 (1)
Sat, Apr 23
|#EsjanÖll2022
Tignarlegir og svipmiklir tindar baksviðs í Esjunni þar sem farið er mjög fallega leið upp með stórfenglegu Kerlingargili og frekar bratta en vel færa leið á hnúka Tindstaðafjalls og Dýjadals og yfir á Selfjall áður en haldið er niður bakdyramegin á okkar vel þekktu Melahnúk og Hnefa í Lokufjalli.
Time & Location
Apr 23, 2022, 8:00 AM – 3:00 PM
#EsjanÖll2022, Reykjavík, Iceland
About the Event
Uppfært 22. apríl 2022 :
Skráðir eru 6 manns: Birgir Martin, Jaana, Jóhanna Fríða, Ragnheiður, Þórkatla, Örn.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Staðfest brottför, frábær veðurspá !
Verð:
Kr. 4.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 8.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: https://www.yr.no/nb/v%C3%A6rvarsel/daglig-tabell/2-3412445/Island/H%C3%B6fu%C3%B0borgarsv%C3%A6%C3%B0i/Kj%C3%B3sarhreppur/Tindsta%C3%B0ahn%C3%BAkur
Leiðsögn:
Örn.
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 15:00 miðað við 30 mín akstur, 5 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 30 mín.
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt frá Össur um Vesturlandsveg gegnum Mosfellsbæ og út úr borginni og framhjá vigtarplaninu en áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum er beygt til hægri inn Miðdal og sá vegur ekinn þar til komið er að litlu malarstæði neðan við Dýjadalshnúk stuttu frá Kerlingargili.
Hæð:
Um 785 m.
Hækkun:
Um 850 m miðað við 60 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 10 - 11 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 5 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið upp með hrikalegum brúnum Kerlingargils á snarpri en mjög fallegri mosavaxinni leið með heilmikilli hækkun allan tímann og þegar komið er upp fyrir gilið eru brekkurnar áfram frekar brattar en grýttar og vel færar alla leið á Tindstaðafjall þar sem áfram er gengið inn og hærra á Selfjall sem gnæfir yfir Blikdal Esjunnar. Þaðan lækkum við okkur yfir á Tindstaðahnúk og Dýjadalshnúk og bröltum brattar brekkurnar aftur niður til að byrja með en tökum svo vinstri beygju og tökum stefnuna á Melahnúk og áfram niður bakdyramegin á Hnefa þaðan sem við þræðum brúnirnar og snúum til baka um norðurhlíðarnar aftur í bílana.
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir frekar stutta dagsgöngu upp frekar brattar brekkur á svipmikla tinda Esjunnar sem blasa við ofan af Vesturlandsvegi og svo mjög skemmtilega niðurleið þar sem komið er á kunnuglegar slóðir ofan frá og nú í dagsbirtu en ekki myrkri eins og yfirleitt á neðri tindum dagsins.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Keðjubroddar, jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður allra þar sem reyna mun á búnað í þéttum brekkunum.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: