top of page

Sat, Apr 02

|

EsjanÖll2022

Eilífsdalur á kyngimagnaðri sjö tinda hringleið #EsjanÖll2022

Stórkostleg sjö tinda hringleið um fegursta dalinn í Esjunni um kyngimagnaða útsýnisstaði og fjallsbrúnir á Þórnýjartind, Kistufell nyrðra, Eilífstind, Hábungu, Eilífsklett, Skálartind og Nónbungu.

Registration is Closed
See other events
Eilífsdalur á kyngimagnaðri sjö tinda hringleið #EsjanÖll2022
Eilífsdalur á kyngimagnaðri sjö tinda hringleið #EsjanÖll2022

Time & Location

Apr 02, 2022, 8:00 AM – 6:00 PM

EsjanÖll2022

Guests

About the Event

Uppfært 1. apríl 2022 kl. 21:00:  

Skráðir eru: 15 manns: Bjarni, Hjördís, Jaana, (Inga Guðrún), Linda, Oddný T., Ólafur Vignir, Ragnheiður, Siggi, Sigrún Bjarna., Sigurbjörg, Sjöfn Kr., Steinar R., Þórkatla, Örn. 

Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Staðfest brottför á laugardaginn 2. apríl, logn og milt veður og vonandi sól líka. Sunnudagsrigningin kemur inn um tvöleytið og þá erum við á niðurleið svo þetta verður flottur dagur. 

*Frestum þessari ferð til laug 2. apríl vegna veðurs.

*Eingöngu farið í mjög góðri veðurspá þar sem leiðin er brött til að byrja með og útsýnisstaðirnir svo magnaðir að þessi leið er margfalt þess virði að eiga inni þangað til sól og gott skyggni gefst. 

Verð:

Kr. 4.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 8.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 17:00 miðað við 30 mín akstur, 8 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 30 mín 

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Vesturlandsveg að Hvalfjarðargöngum en áður en komið er að þeim er beygt til hægri inn Hvalfjörð. Stuttu eftir þessa beygju er beygt aftur til hægri inn veg nr. 560 merktur "Miðdalur" og hann ekinn inn dalinn framhjá nokkrun bæjum, þ.m.t. bænum Eilífsdal en fljótlega eftir hann er beygt til hægr að afleggjara sem liggur að sumarhúsabyggð í vesturhlíðum Nónbungu, ekið yfir eina brú og komið að góðu malarstæði við sorpgámasvæði við lokað hlið að byggðinni og er bílum lagt þarna. 

Hæð:

Um 919 m.

Hækkun:

Um 1.170 m miðað við 108 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 18  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Lagt af stað gangandi frá malarstæði í Eilífsdal og gengið með veginum meðfram ánni yfir tvær brýr nálægt útihúsum bæjarins áður en haldið er yfir móann að fjallsrótum Þórnýjartinds. Farið upp norðaustanvert hornið sem er minnst bratt og þrætt sig upp grýttar brekkurnar sem eru heldur brattar alveg efst en ágætlega færar og þarf að fara gætilega þar en alls staðar er gott hald í klettunum og leiðin mosagróin alla leið. Þar sem von er á hörðum snjósköflum milli grjótsins á þessum kafla er nauðsynlegt að allir séu með jöklabrodda og ísexi meðferðis til að vera alveg öruggur við að fóta sig í þessu klöngri þarna efst (eini tæpi hluti dagsins).

 Þegar upp er komið, er þrætt meðfram brúnum Þórnýjartinds að tindinum sjálfum sem rís á norðvesturhorninu og gefur sterkan svip á dalinn en þaðan er gengið um fjallsheiðina að brúnunum við Eilífstindinn sjálfan innst í Eilífsdal þar sem hrikalegir hamraveggir fanga mann í tignarlegri fegurðinni með Eilífistind úr seilingarfjarlægð niður í kletta-fuglabjargs-borginni. Þaðan er gengið upp á heiðina að hæsta tindi Esjunnar, Hábungu ef veður og skyggni leyfir en þar ofan er ólýsanlega víðfeðmt útsýni í allar áttir í góðu skyggni og vel þess virði að taka þennan aukakrók fyrir þá mögnuðu sýn.

 Frá Hábungu er gengið í norður að hæsta tindinum sem rís við Eilífsdalinn og er nafnlaus en við nefnum hér "Eilífsklett" og þaðan þrætt niður að brúnum Eilífsdals aftur þaðan sem ægifagrir útsýnisstaðir gefast ofan af brúnum og klettanösum í hamraborginni.

 Að lokum er hömrunum fylgt þar með yfir á Skálatind sem rís austan dalsins og þaðan þrætt niður greiða leið um aflíðandi Nónbungu niður að dalsmynni og um fallegt sumarhúsahverfið að bílunum aftur og geta menn farið þessa leiða ansi greitt og á eigin vegum ef svo ber undir með magnað útsýnið í fanginu niður í Hvalfjörð og nágrenni í alsælu eftir góðan dag á fjöllum.

 Mögnuð hringferð um tignarlegan og fagran dal í vetrarríki í norðanverðri Esjunni.

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir nokkuð langa og ágætlega krefjandi göngu í klöngri og þéttri hækkun til að byrja með (eini krefjandi hluti leiðarinnar) en svo blússandi leið uppi á hálendi Esjunnar á alls kyns kyngimagnaða útsýnisstaði og loks aflíðandi, örugga leið niður aftur austan við dalinn. 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Keðjubroddar, jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður allra þar sem reyna mun á búnað í þéttum brekkunum. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: 

Share This Event

bottom of page