
Eiríksjökull loksins !
Sat, May 03
|Eiríksjökull, 311, Iceland
Loksins ætlum við að ganga á þennan svipmikla og glæsilega jökul. Mjög löng leið en greiðfær allan tímann fyrir utan bröltið upp fjallsstallinn sjálfan þar sem kominn er góður stígur.


Dagsetning og tími
May 03, 2025, 6:00 AM – 6:05 AM
Eiríksjökull, 311, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 21. janúar 2025:
Skráðir eru x manns:
Mikilvægar tilkynningar:
*Fólksbílafært að jeppaslóðanum en um hann er eingöngu fært á stórum jeppum og því ætlum við að ganga hann fram og til baka alls 10 km hvora leið = 20 km + 7 km upp jökulinn sjálfan hvorra leið = 14 km svo alls er gangan um 34 km, en styttri ef við fáum stóra jeppa til að skutlast með okkur inn eftir (aksturinn er tafsamur NB).
*Mjög löng ganga í tíma og vegalengd og því nauðsynlegt að vera vel undirbúinn líkamlega og æfa vel fram að ferð.
*Þriðjudagsæfingarnar æfa vel klöngur og brölt í grjóti og brekkum og tindferðirnar um helgar æfa vel úthald á löngum vegalengdum og það er nauðsynlegt að æfa úthald og lengri vegalengdir fyrir þessa ferð.