Esjan frá austri til vesturs #EsjanÖll2022
Sat, Apr 09
|#EsjanÖll2022
Mjög flott ganga þvert eftir allri Esjunni frá austri um Móskarðahnúka til vesturs niður um Dýjadalshnúk eða Kerhólakamb eftir því hvað veður og færi leyfir. Mikilvæg þjálfunarferð fyrir Suðurtind Hrútsfjallstinda eða álíka jöklaferð í maí sem margir stefna á í vor.
Dagsetning og tími
Apr 09, 2022, 7:00 AM – 7:00 PM EDT
#EsjanÖll2022, Esjan
Nánari upplýsingar
Aflýsum þessari ferð vegna ónógrar þátttöku því miður. Náum tindum Esjunnar í öðrum ferðum á árinu.
Uppfært 6. apríl 2022:
Skráðir eru 11 manns Arna Hrund, Bára, Egill, Fanney, Jaana, Kolbeinn, Linda, Siggi, Sigurbjörg, Sjöfn Kr., Örn.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Færum þessa ferð um viku til laug 9. apríl þar sem Eilífsdalnum var frestað til 2. apríl v/veðurs í mars.
*Jöklabroddar og ísexi sem og keðjubroddar nauðsynlegur búnaður allra.
*Mjög löng en frekar einföld ganga þar sem reynir á úthald á löngum degi og því eingöngu farið ef veðurspá er mjög góð.
*Vegna færðar og veðurtíðar er þessari ferð frestað um mánuð fram í apríl og gengið um Eilífsdal Esjunnar í mars.
Verð:
Kr. 4.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 8.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 19:00 miðað við 1 klst. akstur með ferjun bíla, tæplega10 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 1 klst. með ferjun bíla.
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt frá Össur Grjóthálsi um Vesturlandsveg að vigtarplaninu við Hvalfjarðargöng þar sem helmingur bíla er skilinn eftir og keyrt á hinum helmingi bíla að Móskarðahnúkum þar sem gangan hefst. Bílar svo sóttir í lok göngu.
Hæð:
Um 922 m.
Hækkun:
Um 1.400 m miðað við 154 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 26 km niður um Dýjadalshnúk en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi (23 km ef niður Kerhólakamb).
Göngutími:
Um 10 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið á Móskarðahnúkana alla og áfram yfir Laufskörðin þar sem fara þarf varlega á tæpistigum og eftir allri heiðinni á Hábungu. Þaðan haldið áfram til vesturs með viðkomu á Þverfellshorni og svo haldið niður austurfjallgarð Blikdals um Kistufell, Selfjall, Tindstaðafjall og Dýjadalshnúk og loks niður um Melahnúk og Hnefa í Lokufjalli að bílunum við vigtarplanið.
Erfiðleikastig:
Um 3-4 af 6 eða fært öllum í góðu gönguformi fyrir mjög langa og krefjandi göngu á einfaldri leið að mestu en þó ágætis brölt upp og niður um Móskarðahnúkana alla, um tæpistigur í Laufskörðun þar sem fara þarf varlega og loks niður þéttu brekkuna við Dýjadalshnúk. Leiðin liggur að mestu leyti uppi á Esjunni og er greiðfær með snjó yfir öllu og mun betri en að sumri til á þessari grýttu leið.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Keðjubroddar, jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður allra þar sem reyna mun á búnað í þéttum brekkunum.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: