
Esjan öll 2022
Tue, Dec 06
|EsjanÖll2022
Göngum á alla tinda, hnúka, kamba, múla, hryggi, skörð og hóla Esjunnar... um dali hennar, gil, lendur og ár... árið 2022.


Dagsetning og tími
Dec 06, 2022, 5:30 PM – 8:00 PM EST
EsjanÖll2022, Reykjavík, Iceland
Nánari upplýsingar
Göngum á alla tinda, hnúka, kamba, múla, hryggi, skörð og hóla Esjunnar um dali hennar, lendur, gil og ár árið 2022 og skrásetjum þannig höfuðborgarfjallið nákvæmlega og samviskusamlega.
Alls sjö þriðjudagsæfingar og sex tindferðir í mislöngum og miserfiðum ferðum.
Þar sem við erum nú þegar búin að ganga um Esjuna alla síðustu tæp fimmtán árin, ganga á alla tinda hennar og hringa alla hennar dali... þá ætlum við að hafa þessar göngur öðruvísi en áður eins og því er við komið... með því að fara öðruvísi leiðir en áður... sameina tvær hefðbundnar þriðjudagsæfingaleiðir í eina dagsferð... ganga á þriðjudegi á tinda sem áður voru gengnir í dagsferðum... breyta hefðbundnum leiðum og koma annars staðar á tindana en áður... og fara nýjar leiðir á tinda sem við erum nokkrum sinnum búin að ganga á...
Okkur telst til að tindar Esjunnar... ef allt er talið sem landslagið hvíslar að okkur úr minningabankanum... séu alls 53 talsins... en þessi tala á eftir að breytast eftir því sem líður á árið eftir því hvað hver ferð segir okkur... þetta er uppkast... bætum við og tökum út það sem ekki á heima hér..
Hugmyndin á uppruna sinn frá því Ásgeir Jónsson sjöhátindafari hóf skrásetningu á öllum helstu örnefnum á Esjunni árið 2019 og vakti máls á því á fb-hópnum "Vinir Esjunnar" árið 2018... en þetta er fjórða árið í röð þar sem við söfnum fjöllum á ákveðnu landsvæði... - ath finn ekkert á veraldarvefnum um þessa skrásetningu hans en þetta var metnaðarfullt og mjög samviskusamlega gert man ég !
Árið 2019 var það Hvalfjörðurinn: Tólf tindar Hvalfjarðar (toppfarar.is) - betri samantekt á nýju vefsíðunni kemur fljótlega !
Árið 2020 voru það Þingvellir #Þingvallafjöllinöll: Þingvallafjöllin 2020 Áskorun ár (toppfarar.is)
Árið 2021 var það Skarðsheiðin #Skarðsheiðardraumurinn: Skarðsheiðardraumurinn 2021 | Toppfarar (fjallgongur.is)
... árið 2022 er það svo #EsjanÖll2022.
Esjuferðirnar allar hér í tímaröð:
Þri 4. janúar: Kögunarhóll, Rauðhóll, Geithóll.
Laug 8. janúar: Arnarhamar, Smáþúfur, Kerhólakambur, Laugagnípa.
Laug 19. febrúar: Kerlingargil, Dýjadalshnúkur, Tindstaðafjall, Melahnúkur, Hnefi, Lokufjall.
Laug 5. mars: Esjan endilöng frá Laufskörðum niður Kerhólakamb.
Laug 2. apríl: Eilífsdalur hringleið; Þórnýjartindur, Eilífstindur, Hábunga, Eilífsklettur, Skálatindur, Paradísarhnúkur, Nónbunga.
Þri 19. apríl: Múli í Svínadal.
Þri 3. maí: Þverfell, Búi, Langihryggur, Steinninn.
Laug 21. maí: Eyjadalur hringleið; Möðruvallaháls, Trana, Heimrahögg, Fremrahögg, Móskarðahnúkar, Laufskörð, Seltindur, Esjuhorn, Sandsfjall.
Laug 4. júní: Gljúfur, Karl, Hnjúkur, Kistufell, Gunnlaugsskarð.
Þri 7. júní: Þverárkotsháls, Hátindur, Kattarhryggir.
Þri 2. ágúst: Gráhnúkur, Bláhnúkur, Þverfell undir Móskörðum.
Þri 30. ágúst: Skotlandsöxl, Kúpuhryggur, Flatnaháls, Stóri og Litli Sandhryggur.
Þri. 6. desember: Esjan upp að Steini - skálum fyrir #EsjanÖll2022
Skrásetjum þetta vandlega og samviskusamlega og spyrjum okkur í leiðinni hvað á heima í þessari samantekt og hvað ekki:
Tindarnir 53 (hnúkar, kambar, hryggir, hamrar, hólar, fell o.s.frv.):
- Arnarhamar
- Bláfell
- Búi
- Dýjadalshnúkur
- Eilífsklettur
- Eilífstindur
- Esjuhorn
- Eyjadalur
- Flatnaháls
- Fremrahögg
- Geithóll
- Gljúfur
- Gráfell
- Hábunga
- Hátindur
- Heimrahögg
- Hnefi
- Hnjúkur
- Kambshorn
- Karl
- Kattarhryggir
- Kerhólakambur
- Kerlingargil
- Kistufell nyrðra
- Kistufell syðra
- Kúpuhryggur
- Kögunarhóll
- Langihryggur
- Laufskörð
- Laugagnípa
- Lokufjall
- Melahnúkur
- Miðfjall
- Móskarðahnúkar
- Múli
- Níphóll
- Nónbunga
- Paradísarhnúkur
- Rauðhóll
- Sandsfjall
- Seltindur
- Skálatindur
- Skotlandsöxl
- Smáþúfur
- Steinninn
- Stóri og litli sandhryggur
- Tindstaðafjall
- Trana
- Þverárkotsháls
- Þverfell eystra
- Þverfell vestra
- Þverfellshorn
- Þórnýjartindur
Stærri dalirnir 7 (minni innan þeirra):
- Blikdalur
- Eilífsdalur
- Eyjadalur
- Flekkudalur
- Gljúfurdalur
- Grafardalur
- Þverárdalur
Skörðin 3:
- Gunnlaugsskarð
- Laufskörð
- Móskörð
Árnar 10:
- Blikdalsá
- Dælisá
- Fossá
- Grafará
- Hvítá
- Mógilsá
- Sandsá
- Torfdalsá
- Vallá
- Þverá
Sjá allar ferðasögurnar hér í tímaröð og stafrófsröð fyrir hvern tind með tengil á gps-slóð og myndband af göngunni:
Sjá fb-viðburð hér: (4) Esjan öll árið 2022 | Facebook