top of page

Fri, Jun 09

|

#Föstudagsfjallgöngur

Fanntófell - föstudagsfjallið í júní

Greiðfær ganga með góðu brölti í grýttum brekkum á bratt á glæsilegt fjall sem rís við Kaldadal og gefur einstakt útsýni yfir allt hálendi Langjökuls, Þingvelli, Vesturland og Suðurland.

Registration is Closed
See other events
Fanntófell - föstudagsfjallið í júní
Fanntófell - föstudagsfjallið í júní

Time & Location

Jun 09, 2023, 8:00 AM – 4:00 PM

#Föstudagsfjallgöngur, Fanntófell, 311, Iceland

About the Event

Uppfært 7. júní 2023: 

Skráðir eru x manns: + báðir þjálfarar. 

Nýjustu tilkynningar:

*Frestað um óákveðinn tíma þar til gott veður gefst á föstudegi en Hrútaborgin gengur fyrir nema veðurspá sé hagstæðari á Fanntófelli en Hrútaborg.

*Gott að lesa um Föstudagsfjöllin hér:  https://www.fjallgongur.is/fostudagsfjollin

*Til að skrá sig (ef er ekki í Toppförum) þarf að senda þjálfara tölvupóst en ekkert skráningargjald er í þetta föstudagsfjallgönguverkefni, eingöngu verð fyrir hverja göngu í senn.

Verð:

Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi Toppfara og þá sem skráð hafa sig í Föstudagsfjallgönguhópinn með tölvupósti skv. leiðbeiningum hér: https://www.fjallgongur.is/fostudagsfjollin

Kr. 10.000 kr. fyrir aðra en Toppfara sem ekki hafa skráð sig formlega í Föstudagsfjöllin með tölvupósti.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is. 

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn www.yr.no þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng. 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 8::00  á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 16:00. 

Aksturslengd:

Um 1,5 klst. Fólksbílafært.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Þingvallaleið til Þingvalla og beygt til vinstri um Uxahryggjaleið við þjónustumiðstöðina og sá vegur ekinn áfram inn með Meyjarsæti og Sandkluftavatni inn á Kaldadalsleið á jeppaslóða þar sem bílum er lagt í vegakanti gegnt fjalli dagsins. 

Hæð:

Um 916 m.

Hækkun:

Um 620 m miðað við 527 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 11 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 5 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið yfir grjót og melar að fjallinu og brölt upp grýtta en vel færa leið upp á efsta tind þaðan sem kyngimagnað útsýni fæst yfir allt hálendi Langjökuls, Þingvelli sem og yfir Vesturland og Suðurland. Einstakur og sjaldfenginn útsýnisstaður, 

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir frekar stutta dagsgöngu með ágætis brölti upp snarpar brekkur og svo eftir fjölbreyttym fjallsbrúnum. 

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Share This Event

bottom of page