top of page

Sat, Dec 31

|

#FjallamaraþoniðMitt2022

Fjallamaraþonið mitt 42,2+ km á fjöllum í hverjum mánuði 2022.

Áskorun ársins 2022 er að ganga eða skokka á fjall samtals 42,2 km að lágmarki í hverjum mánuði með því að leggja saman allar göngurnar manns í hverjum mánuði fyrir sig og ná þessu alla tólf mánuði ársins.

Registration is Closed
See other events
Fjallamaraþonið mitt 42,2+ km á fjöllum í hverjum mánuði 2022.
Fjallamaraþonið mitt 42,2+ km á fjöllum í hverjum mánuði 2022.

Time & Location

Dec 31, 2022, 11:00 AM – 1:00 PM

#FjallamaraþoniðMitt2022, Reykjavík, Iceland

About the Event

Áskorun ársins 2022 er fjallamaraþon í hverjum mánuði þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að ganga alls 42,2 km á fjöll í hverjum mánuði, alls x12 sinnum á árinu með því að leggja saman allar fjallgöngur sínar og ná maraþonvegalengdinni 42,2 km í hverjum mánuði.

Þetta er öllum klúbbmeðlimum gerlegt með því að taka kvöldgöngu x1 í viku + x1-2 dagsgöngur í mánuði - eða fleiri kvöldgöngur eins og t. d. þegar menn fara vikulega #vinafjalliðmitt til viðbótar þriðjudagsæfingunum í hverri viku. 

 Hér gildir að vera með frá byrjun og klára 42,2+ km á fjalli í hverjum mánuði, ekki er hægt að eiga inni í næsta mánuði en með þessu þurfum við að halda okkur við efnið allt árið og gefa ekki eftir í neinum mánuði. 

Þátttökureglur:  

1. Eingöngu klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt. 

2. Ganga eða skokka (ekki hjóla né skíða NB) á fjall alls 42,2 km að lágmarki, má fara lengri vegalengd en 42,2 km en ekki styttra.

3. Ná þarf maraþonvegalengdinni í hverjum mánuði til að teljast hafa náð áskoruninni að öllu leyti. Galdur þessarar áskorunar felst í því að láta hvorki sumarfrí, annríki né annað hindra för... hér reynir á einurð og staðfestu... þar liggja töfrarnir við svona áskorun... að æfa ekki afsakanir... að gefa ekki eftir sama hvað.

4. Þátttakendur verða að melda inn samantekt á ferðum sínum í lok hvers mánaðar á fb-viðburðinn þar sem fram kemur dagsetning, fjall/leið og vegalengd og alls fjöldi km þann mánuðinn. Eingöngu þeir sem melda listann teljast með (ekki nóg að segjast hafa farið eða vísa í strava, þjálfari nær ekki að skoða hvern og einn þátttakanda þar). Þetta má vera listi af excelskjali, handritaður listi á blaði sem tekin er ljósmynd af eða álíka. Já ég veit... ég nenni heldur ekki að skrá hreyfinguna niður þegar garmin eða strava gerir þetta allt fyrir mann... en, jú, við nennum alveg að gera smá lista, best að skrásetja hreyfinguna um leið, þá er þetta ekkert mál :-)

5. Öll fjöll eða gönguleiðir hérlendis eða erlendis teljast með, ef þær innifela hækkun á einhvers lags heiði, skarði, felli eða álíka - EKKI láglendisganga meðfram sjó með lítilli hækkun eða kringum vatn sem dæmi NEMA á leiðinni sé farið upp á fell, heiði eða talsverða hæð sem viðkomandi telur samviskusamlega nægja sem lágt fell. Metum þetta saman á spjallinu á göngu, bara gaman :-) 

6. Göngum saman á Úlfarsfellið á Gamlársdag 31. desember 2022 og skálum fyrir 42,2+ km x 12 árið 2022 og fögnum því að hafa heilsu og svigrúm til þess að taka þátt í svona áskorun. 

6. Dreginn út 1 vinningur sem er árgjald í klúbbnum í lok árs 2022. 

Sjá samantekt þátttökunnar á vefsíðu okkar www.fjallgongur.is 

Sjá fb-viðburð hér: (4) Fjallamaraþonið mitt 42,2 km á fjöllum í hverjum mánuði 2022 | Facebook 

Share This Event

bottom of page