
Frá Laxárgljúfrum að Þjórsá um heiðar, ár og fossa á legg nr. 13 #ÞvertyfirÍsland
Sat, Sep 21
|Laxárgljúfur
Sannkölluð óbyggðaleið um sjaldséðar slóðir frá Laxárgljúfrum um heiðina yfir nokkrar ár og að nokkrum fossum, meðal annars Háafossi að Þjórsá þar sem gangan endar við Sultartangavirkjun. Gengið á línuveginum alla leiðina þar sem árnar liggja í gljúfrum og nauðsynlegt að fara á góðu vaði yfir þær.


Dagsetning og tími
Sep 21, 2024, 7:00 AM – 9:00 PM
Laxárgljúfur, Laxárgljúfur, 804, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 19. september 2024:
Skráðir eru 9 manns: Aníta, Ása, Bára, Björg, Fanney, Guðjón, Kolbeinn, Sjöfn Kr., Örn.
Mikilvægar tilkynningar:
*Frábær veðurspá fyrir helgina, það stefnir í göngu.
*Erum komin með tvo bílstjóra sem geta keyrt okkur frá Sultartanga að Laxárgljúfrum um morguninn og þá þurfum við eingöngu að keyra heim að göngu lokinni - sjá lokaðan fb-hóp klúbbsins.
*Nokkrum sinnum þarf að vaða ár á þessari leið og getur vöðunin verið krefjandi, svo verum búin fyrir vöðun upp að lærum eða jafnvel klofi með góða vaðskó, þurrklút, vaðbuxur ef vill og auka nærbuxur til öryggis - en NB á þessum árstíma getur vel verið að öll vöðin séu grunn og það erfiðasta (Fossá) eingöngu upp fyrir hné.