top of page

Grímsfjall á norðanverðu Snæfellsnesi

Sat, Nov 23

|

Snæfellsnesfjöllin

Mjög spennandi könnunarleiðangur á óþekkt og svipmikið fjall norðan megin á Snæfellsnesi sem rís ofan við Drápuhlíðarfjall og blasti glæsilegt við okkur þaðan hér um árið.

Grímsfjall á norðanverðu Snæfellsnesi
Grímsfjall á norðanverðu Snæfellsnesi

Dagsetning og tími

Nov 23, 2024, 8:00 AM – 8:00 PM

Snæfellsnesfjöllin, Vatnaleið, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 22. nóvember 2024 kl. 20:00:


Skráðir eru 9 manns: Bára, Berta, Björg, Helga Rún, Pétur, Siggi, Skarphéðinn, Steinar R. og Örn.


Mikilvægar tilkynningar:

*Fólksbílafært að fjallsrótum (malbikað alla leið).

*Þetta er könnunarleiðangur á sjaldfarið fjall. Styttum leiðina og látum Grímsfjall nægja þar sem akstur er langur og dagurinn stuttur.

*Keðjubroddar nauðsynlegir og þar sem jörð er nánast auð og lítill snjór í fjöllum er ekki þörf á jöklabroddum og ísexi eins og staðan er núna og skv. spánni fram yfir helgina en tökum það með í bílinn til öryggis og metum á staðnum. Best að taka höfuðljós með til öryggis þar sem dagurinn er orðinn stuttur ef tafir verða.


Deildu hér

bottom of page