top of page

Fri, Aug 25

|

#FjöllinaðFjallabaki

Háalda, Hnúðalda og Brennisteinsalda um Suðurnámur og Bláhnúk #FjöllinaðFjallabaki

Mögnuð ferð í einstaklega litríku og formfögru landslagi ofan við Landmannalaugar þar sem við tökum stórkostlegan hring um litríka fjallið ofan við Frostastaðavatn og svo yfir á ávölu fjallsbungurnar sem skreyta Laugavegsgönguleiðina og endum á hinum gullfallega Bláhnúki á leið til Lauga aftur.

Registration is Closed
See other events
Háalda, Hnúðalda og Brennisteinsalda um Suðurnámur og Bláhnúk #FjöllinaðFjallabaki
Háalda, Hnúðalda og Brennisteinsalda um Suðurnámur og Bláhnúk #FjöllinaðFjallabaki

Time & Location

Aug 25, 2023, 6:00 AM – 8:00 PM

#FjöllinaðFjallabaki, Landmannalaugar, 851, Iceland

About the Event

Uppfært 24. ágúst kl. 14:00:

Skráðir eru 9 manns: Aníta, Bára, Fanney, Jaana, Oddný T., Sigga Lár., Silla, Þórkatla og Örn.

Bílfar:

1. Örn, Bára + Aníta + laus 1 pláss frá Hrauneyjum eða Landsveit.

2. Oddný T. og Fanney - fara á fimmtudag og tjalda í Landmannalaugum.

3. Þórkatla + Jaana, Silla + laus 1-2 pláss frá Rvík ?

4. Sigga Lár + laust 1 pláss frá Rvík ?

Nýjustu tilkynningar: 

*Staðfest brottför á föstudag þar sem einmuna blíðu er spáð þann dag en svo rigningu og þungbúnu veðri á laug og sun. 

*Jeppar eða jepplingar eða háir fjórhjóladrifnir bílar, förum um Hrauneyjar inn eftir v/ástand vegar er betra þar en í Dómadal.

Verð:

Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mætt hafa í tvær tindferðir síðustu 2 mánuði NB.

Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 12.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 15.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn www.yr.no þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 6:00  á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 20:00.

Aksturslengd:

Um 3+ klst. Jeppar eða jepplingar (eingöngu 1 vatnsfall, við Landmannalaugar þar sem jeppar geta skutlast eftir þeim sem eru á jepplingi). 

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurlandsveg að Landvegamótum og tekin vinstri beygja inn veg 26 og hann ekinn alla leið upp í Hrauneyjar þar sem farin verður Hrauneyjaleiðin í Landmannalaugar (ekki Dómadalsleið NB) og er ekkert vatnsfall á leiðinni nema við Landmannalaugar og leiðin greið fyrir jepplinga og fjórhjóladrifna bíla sem eru ekki lágir. 

Hæð:

Um 1.116 m.

Hækkun:

Um 900 m miðað við 545 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 20 - 22 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið að mestu á slóða um mjög fjölbreytt landslag upp og niður fjögur fjöll í sandi og yfir lækjarsprænur.

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir langa en ágætlega greiðfæra dagsgöngu á slóða að mestu. 

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Viðburður á fb hér: (4) Háalda, Hnúðalda og Brennisteinsalda um Suðurnámur og Grænagil #FjöllinaðFjallabaki | Facebook

Share This Event

bottom of page