top of page

Hafnarfjallsöxl syðri og nyrðri um Vesturhnúk, Suðurhnúk og Gildalshnúk bakdyramegin um hrikalega flottan fjallgarð.

Sat, Jan 25

|

Hafnarfjall

Mjög spennandi og öðruvísi leið á Hafnarfjall þar sem þrætt er upp með Hafnarfjallsöxl syðri og komið bakdyramegin á Vesturhnúk, Suðurhnúk og Gildalshnúk áður en farið er niður hefðbundna leið norðan megin. Frekar stutt en glæsileg leið á magnað útsýnisfjall í hrikalega flottu landslagi.

Hafnarfjallsöxl syðri og nyrðri um Vesturhnúk, Suðurhnúk og Gildalshnúk bakdyramegin um hrikalega flottan fjallgarð.
Hafnarfjallsöxl syðri og nyrðri um Vesturhnúk, Suðurhnúk og Gildalshnúk bakdyramegin um hrikalega flottan fjallgarð.

Dagsetning og tími

Jan 25, 2025, 9:00 AM – 5:00 PM

Hafnarfjall , Hafnarfjall, 301, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 17. janúar 2025:


Skráðir eru x manns + þjálfarar:


Mikilvægar tilkynningar:


*Frestum þessari ferð til 25. janúar vegna veðurs 18/1. *Eingöngu farið í góðu veðri og færi þar sem leiðin er tilraunakennd upp í talsverða hæð.


*Fólksbílafært, en líklega betra að vera á stærri bílum malarveginn neðan við Ölver við fjallsrætur. Fimm manns deila sér niður á 2 bíla til að geta ferjað bíla.


*Ferjum bíla milli upphafs- og endastaðar, stuttur akstur á milli. Byrjum á að skilja helming bíla eftir við endastað göngunnar, við hefðbundinn hefðbundið bílastæði Hafnarfjalls norðvestan megin (gott bílastæði þar), og keyrum til baka að afleggjaranum að Ölveri undir Blákolli og leggjum bílunum þar við upphafsstað göngu neðan við sumarhúsabyggðina (vanalegur upphafsstaður á Hróarstinda,, þetta er EKKI bílastæðið við Blákoll NB). Um 10 mín tekur að keyra á milli.


Deildu hér

bottom of page