Sat, Jun 04
|#Snæfellsnesfjöllin
Hafursfell og Þríhnúkar Snæfellsnesi
Glæsileg ganga á einstaklega tignarlegt fjall sem skreytir akstursleiðina um Snæfellsnes og stelur alltaf senunni, upp grasi gróinn og mjög fallegan dalinn upp á tind, niður svipmikið skarðið í austri og komið við á hrikalegu klettadröngunum í suðurhluta fjallsins sem er magnaður útsýnisstaður.
Time & Location
Jun 04, 2022, 8:00 AM – 5:00 PM
#Snæfellsnesfjöllin, Snæfellsnes, Iceland
About the Event
Uppfært 3. júní 2022:
Skráðir eru 11 manns: Bjarni, Fanney, Guðný Ester, Gulla, Haukur + gestur, Jaana, Njóla, Linda, Maggi, Silla? og Örn þjálfari.
Hámark 20 manns, lágmark 10 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Staðfest brottför þó lágmarksþátttöku sé ekki náð það sem veðurspá er mergjuð, fámennt en góðmennt 🥰
Verð:
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 10.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 13.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 17 - 18:00 miðað við 1,5 klst. akstur, 5 - 6 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 1,5 klst.
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt Össur um Vesturlandsveg, Hvalfjarðargöng, gegnum Borgarnes og út á Snæfellsnes og meðfram Hafursfellinu þar til komið er að bænum Miklaholtsseli þar sem bílum er lagt með leyfi staðarhaldara.
Hæð:
Um 762 m.
Hækkun:
Um x-844 m miðað við 71 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 10 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 5 - 6 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Um graslendi vestan megin upp Skálina á svipmikilli og sérlega fallegri leið upp dalinn í mosa og grjóti og farið norðurhlíðarnar upp á hæsta tind þaðan sem einstakt útsýni gefst yfir alla fjallstindana á innra Snæfellsnesi, meðal annars Ljósufjöll, Skyrtunnurnar, Þrífjöllin o.m.fl. Farið niður í skarðið milli tindanna í austri með smávegis brölti í grjóti og svo niður lungamjúkan dalinn með kyngimagnaðri viðkomu á risavaxna klettadranga sem rísa í suðurás fjallsins og eru einstaklega flott fyrirbæri. Þetta fjall er veisla !
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir frekar stutta dagsgöngu upp þéttar en öruggar brekkur á mjög svipmikilli leið allan tímann á einstöku útsýnifjalli.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Best að taka keðjubroddana með og meta við fjallsrætur hvort þeirra sé þörf eftir snjóalögum í fjallinu en líklega er allt orðið autt NB og þá skiljum við þá bara eftir í bílnum Búnaður | Toppfarar (fjallgongur.is)
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: (2) Hafursfell og Þríhnúkar Snæfellsnesi | Facebook