top of page

Hagavík að Búrfelli í Grímsnesi um hnúka og gljúfur stuttan legg 7 #ÞvertyfirÍsland

Sat, Dec 03

|

#ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð

Tökum stuttan legg frá Þingvöllum yfir í Grímsnesið þar sem þverað er yfir gljúfur, læki og fjallsbungur sunnan við Þingvallavatn og endað í blómlegri byggð Úlfljótsvatns við rætur Búrfells í Grímsnesi.

Registration is Closed
See other events
Hagavík að Búrfelli í Grímsnesi um hnúka og gljúfur stuttan legg 7 #ÞvertyfirÍsland
Hagavík að Búrfelli í Grímsnesi um hnúka og gljúfur stuttan legg 7 #ÞvertyfirÍsland

Time & Location

Dec 03, 2022, 8:00 AM – 5:00 PM

#ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð, Þingvallavatn, Iceland

About the Event

Uppfært 2. desember 2022 kl. 16:00:

Skráðir eru 16 manns að meðtöldum þjálfurum: Ása, Birgir, Davíð, Dina, Guðný Ester, Jaana, Jóhanna Fríða, Jóhanna D., Kolbeinn, Oddný T., Sigríður Lísabet, Sjöfn Kr., Vilhjálmur og Þórkatla+ báðir þjálfarar. 

Nýjustu tilkynningar:

*Jólahúfur og jólahlaðborð: Þjálfari tekur jóladúk og allir leggja eitthvað jólalegt til að borða á hann, bara notalegt.

Auðvelt að ferja bíla í þessari göngu. Skiljum helming bíla eftir við Búrfell í Grímsnesi og keyrum að upphafsstað göngu við Hagavík (um 20 mín akstur). Náum í bílana við Hagavík í lok göngu og keyrum áfram heim um Þingvelli eða Nesjavallaleið ef snjólaust er á þeirri leið ennþá.

*Tökum jólalegt nesti og jólahúfur eins og alltaf í desembertindferðinni, einstakur tími að ganga yfir myrkasta mánuðinn!

*Endilega koma með þó menn séu ekki að þvera landið með okkur, hver leggur á þessari leið er veisla eins og fyrr leggir sýna. Allir sem ætla sér að fara yfir Ísland með okkur á 10 árum hafa misst úr einn eða fleiri leggi og því er það engin hindrun að koma þó menn séu ekki búnir með alla leggina eða séu almennt ekki með í þessari þverun NB. 

Verð:

Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 10.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 13.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Þingvallavatn - Long term forecast

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 16 -17:00. 

Aksturslengd:

Um 1 klst. um morguninn að Búrfelli í Grímsnesi, um 15 - 20 mín að Hagavík og um 45+ mín heim frá Hagavík. 

Akstursleiðarlýsing:

Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Suðurlandsveg og Hellisheiði að Búrfelli þar sem gangan endar og svo Grafningsveg að Hagavík með helming bíla þar sem gangan hefst. 

Hæð:

Um 250 m.

Hækkun:

Um 500 m miðað við 100 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 11 - 12 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 5 - 6 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið upp á Líkatjarnarháls (sérstakt örnefni) og niður að Ölfusvatnsgljúfri þar sem vaða þarf ána. Gengið yfir lendur, læki og ása neðan við Súlufellið (getum spáð í að fara upp á það) um Króksgljúfur, Villingavatnsá, Svartagil á Náttmálahnúk og þaðan yfir á Úlfljótsvatnsfjall með gullfallegu útsýni yfir vötnin og fjöllin og loks ljúfa leið í lokin beinustu leið að fjallsrótum Búrfells í Grímsnesi þar sem leggur 8 hefst í janúar 2024 þar sem við þverum Búrfellið og endum við Apavatn mjög spennandi fáfarna leið. Athugið að við spáðum einnig í að fara frekar strendurnar meðfram Þingvallavatni og Úlfljótsvatni sem er mjög spennandi leið, þeir sem fara þennan legg mega endilega hafa skoðun á þessu og velja frekar þá leið, hún er lengri og líklega enn meiri vöðun en gæti verið mjög falleg og þá með minni hækkun í staðinn ! Spáum í þetta saman fram að ferð !

Erfiðleikastig:

Um 1-2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir stutta dagsgöngu á tilraunakenndri leið með lítilli hækkun en þó nokkru brölti samt yfir ása, bungur, gil og læki og upp á einn hnúk og eitt lágt fjall. Vaða þarf yfir Ölfusvatnsá og hugsanlega fleiri læki á leiðinni en annars nokkuð greiðfært.  

Búnaður:

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Höfuðljós og keðjurbroddar nauðsynlegur búnaður allra þar sem frost gæti verið í jarðvegi og dagurinn er orðinn frekar stuttur ef tafir verða á heimleið. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  https://fb.me/e/27bgf1gco 

Share This Event

bottom of page