
Hagavík að Búrfelli í Grímsnesi um hnúka og gljúfur stuttan legg 7 #ÞvertyfirÍsland
Sat, Dec 03
|#ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð
Tökum stuttan legg frá Þingvöllum yfir í Grímsnesið þar sem þverað er yfir gljúfur, læki og fjallsbungur sunnan við Þingvallavatn og endað í blómlegri byggð Úlfljótsvatns við rætur Búrfells í Grímsnesi.


Dagsetning og tími
Dec 03, 2022, 8:00 AM – 5:00 PM
#ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð, Þingvallavatn, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 2. desember 2022 kl. 16:00:
Skráðir eru 16 manns að meðtöldum þjálfurum: Ása, Birgir, Davíð, Dina, Guðný Ester, Jaana, Jóhanna Fríða, Jóhanna D., Kolbeinn, Oddný T., Sigríður Lísabet, Sjöfn Kr., Vilhjálmur og Þórkatla+ báðir þjálfarar.
Nýjustu tilkynningar:
*Jólahúfur og jólahlaðborð: Þjálfari tekur jóladúk og allir leggja eitthvað jólalegt til að borða á hann, bara notalegt.
Auðvelt að ferja bíla í þessari göngu. Skiljum helming bíla eftir við Búrfell í Grímsnesi og keyrum að upphafsstað göngu við Hagavík (um 20 mín akstur). Náum í bílana við Hagavík í lok göngu og keyrum áfram heim um Þingvelli eða Nesjavallaleið ef snjólaust er á þeirri leið ennþá.
*Tökum jólalegt nesti og jólahúfur eins og alltaf í desembertindferðinni, einstakur tími að ganga yfir myrkasta mánuðinn!