top of page

Hekla frá Næfurholti

Sat, Mar 22

|

Hekla frá Næfurholti

Mjög krefjandi og löng ganga óhefðbundna leið á Heklu frá Næfurholti, þar sem farið er úr byggð um Rauðöldurnar, hraunið og gígana suðvestan megin sem er stórkostlegur öðruvísi heimur á þessu magnaða eldfjalli. Náum mars-mánuði á Heklu og til vara er maí, við erum að safna öllum tólf mánuðunum.

Hekla frá Næfurholti
Hekla frá Næfurholti

Dagsetning og tími

Mar 22, 2025, 6:00 AM – 11:00 PM

Hekla frá Næfurholti, Hekla, 851, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 16. janúar 2025:


Skráðir eru x manns:


Mikilvægar tilkynningar:

*Eingöngu farið í mjög góðri veðurspá, þurru, lygnu og björtu veðri þar sem dagurinn er mjög langur. Ef ekki tekst að fara í mars-mánuði þá verða maí og júní til vara, þar sem við erum að safna mánuðum á Heklu og erum búin með apríl.

*Þessi ferð jafnast á við flotta jöklaferð og undirbúningur skal vera í samræmi við það, hvað varðar úthald og búnað (þó ekki hvað varðar sprungur og línur).

*Þessi ganga er eingöngu fyrir þá sem eru mjög vel undirbúnir líkamlega og göngulega séð, hafa gengið síðustu vikurnar og tekið nokkrar dagleiðir í fjallgöngum og eru tilbúnir til að vera á göngu í 13 - 14 klukkustundir. Vegalengdin er mjög löng og krefjandi þar sem farið er upp og niður ávalt og greiðfært landslag að mestu, en þó með brölti yfir hraun að hluta, alls kyns hóla…


Deildu hér

bottom of page