
Sat, Sep 11
|Helgrindur, Iceland
Helgrindur
Glæsileg ganga á kyngimagnaðar fjallsbrúnir á Snæfellsnesi sem kenndar eru við Hel og gefa áhrifamikið útsýni norður yfir Breiðafjörð og Grundarfjörð nær þar sem Kirkjufellið rís úr hafi eins og brúðarkjóll, en sýnin sú gleymist aldrei þeim sem upplifir.

Time & Location
Sep 11, 2021, 7:00 AM – 6:00 PM
Helgrindur, Iceland
About the Event
Skráðir eru 11 manns: Ágústa H., Ása, Haukur, Jaana, Kolbeinn, Sigurjón, Silla, Svala, Svandís, Þórkatla, Örn.
Varaplan þar sem Illasúla og Hattfell frestast til 18. 9 vegna vegamála og veðurs að fjallabaki.
Farið ef lágmark 15 manna þátttaka næst. Meldið ykkur sem allra fyrst.
Verð:
Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 9.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu (meldingu ef á inneign). Eingöngu farið ef lágmarksþátttaka 15 manns næst.
Veðurspár:
www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norsrka veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Helgrindur - Weather forecast
Leiðsögn:
Örn þjálfari.
Brottför:
Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 18:00 miðað við 2 klst. akstur og 7 klst. göngu.
Aksturslengd:
Um 2 klst.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Vesturlandsveg, gegnum Borgarnes og beygt veg 54 út á Snæfellsnes og hann ekinn eftir öllu nesinu að bænum Kálfárvöllum þar sem bílum er lagt með leyfi bóndans. Bjarni, bóndi að Kálfárvöllum biður okkur að leggja bílunum við litla malarstæðið hjá gulu böggunum eða á túninu, ekki á slóðanum sjálfum þar sem hann keyrir inn eftir á laugardeginum.
Fólksbílafært. Sameinumst í bíla eins og menn treysta sér til, virðum sóttvarnareglur og deilum bensínkostnaði. Viðmiðið er 1.500 kr fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn).
Hæð:
Um 1.003 m.
Hækkun:
Um 1.053 m.
Göngulengd:
Um 13 km.
Göngutími:
Um 7 klst.
Gönguleiðin:
Mjög falleg og spennandi ganga á einstakar fjallsbrúnir á Snæfellsnesi. Þétt brölt upp brattar brekkurnar til að byrja með frá Kálfárvöllum, en svo aflíðandi ganga í grýttu landslagi alla leið fram á brúnirnar sem kenndar eru við Hel en þaðan blasir skyndilega við Breiðafjörðurinn allur og Grundarfjörður nær með Kirkjufellið eins og brúðarkjól úti á hafi. Sýnin sú er einstök og gleymist aldrei þeim sem upplifa. Þrætt eftir svipmiklum og fjölbreyttum fjallsbrúnunum til austurs áður en farið er til baka svipaða leið.
Erfiðleikastig:
Um 2-3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir miðlungslanga göngu á aflíðandi leið að mestu um grýtt og öruggt landslag, en þó þétt brölt upp brattar brekkur til að byrja með við bæinn Kálfárvelli.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfa og höfuðljós.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: Helgrindur | Facebook