top of page

Helgrindur á hæstu tinda
Sat, Oct 05
|Helgrindur, Iceland
Glæsileg ganga á kyngimagnaðar fjallsbrúnir á Snæfellsnesi sem kenndar eru við Hel og gefa áhrifamikið útsýni norður yfir Breiðafjörð og Grundarfjörð nær þar sem Kirkjufellið rís úr hafi eins og brúðarkjóll, en sýnin sú gleymist aldrei þeim sem upplifir.


Dagsetning og tími
Oct 05, 2024, 7:00 AM – 7:00 PM
Helgrindur, Iceland
Nánari upplýsingar
Skráðir eru: Alls 15 manns í könnun á fb: + Örn.
Mikilvægar tilkynningar:
*Fólksbílafært að Kálfárvöllum þar sem bílum er lagt með góðfúslegu leyfi landeigenda.
*Mikilvægt að vera í góðum gönguskóm með ökklastuðningi þar sem landslag er utan slóða, blautt, breytilegt og grýtt.
*Sunnudagur til vara ef veðurspá versnar á laugardag, metið í hádeginu á föstudag endanlega.
Verð:
bottom of page