
Herbjarnarfell og Laufdalseggjar frá Landmannahelli
Sat, Oct 11
|#FjöllinaðFjallabaki
Mjög spennandi könnunarleiðangur á sjaldfarin fjöll í Friðlandinu að Fjallabaki sem skreyta miðlegg Hellismannaleiðar, þar sem við hringum hið ægifagra Herbjarnarfellsvatn og skoðum Laufdalsvatn sem er úr alfaraleið og fáir hafa séð.


Dagsetning og tími
Oct 11, 2025, 8:00 AM – 7:00 PM
#FjöllinaðFjallabaki, Island, 851, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 22. júní 2025: .
Skráðir eru x manns: + þjálfarar.
Mikilvægar tilkynningar:
*Fjórhjóladrifnir bílar og jepplingar komast en fara þarf yfir saklaust vað Helliskvíslar og því þarf hugsanlega að ferja þá yfir sem ekki komast yfir ána að Landmannahelli um 5 km spotta.
*Þetta er könnunarleiðangur að hætti hússins og því áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds.
*Þessi ferð er hluti af langtímaverkefni þar sem við söfnum öllum fjöllunum í Friðlandinu að Fjallabaki, hér eru allar fyrri ferðir hingað til, alls 15 talsins sem er ótrúlegt því okkur finnst svo stutt síðan við ákváðum að gera þetta eftir fyrstu ferðina 2015: