top of page

Hestur og Knarrarfjall við rætur Snæfellsjökuls

Sat, Feb 08

|

#Snæfellsnesfjöllin

Spennandi könnunarleiðangur á sjaldfarna og óþekkta fjallstinda við rætur Snæfellsjökuls sem gefa stórkostlega fjallasýn og útsýni til beggja stranda á Snæfellsnesi. Stutt og greiðfær leið á færi allra í sæmilegu gönguformi á tindana sem blöstu við okkur ofan af Axlarhyrnu ofl. fyrir ári síðan.

Hestur og Knarrarfjall við rætur Snæfellsjökuls
Hestur og Knarrarfjall við rætur Snæfellsjökuls

Dagsetning og tími

Feb 08, 2025, 8:00 AM – 5:00 PM

#Snæfellsnesfjöllin, Fróðárheiði, 356, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 10. janúar 2025:


Skráðir eru 6 manns + 4 meldaðir á fb með þjálfurum: Agnar, Bára, (Birgir), Björg, Helga Rún, (Jóhanna Fríða), (Sjöfn Kr.), (Skarphéðinn), Steinar R., og Örn.


Mikilvægar tilkynningar:

*Frestum aftur þessari ferð vegna veðurspár þann 18/1 og nú til 8/2, *Frestum þessari ferð um viku vegna veðurspár og mætingar (8 manns staðfestir). Stefnum á laug 18. janúar og höfum Hafnarfjallsöxl syðri og nyrðri 3ja tinda öðruvísi leið til vara vegna veðurs. *Fólksbílafært en betra að vera á hærri bílum upp Fróðárheiði þar sem bílum er lagt á afleggjara út af heiðinni þar sem er fært.

*Keðjubroddar, ísexi og jöklabroddar nauðsynlegur búnaður allra NB, þó þetta séu ekki há fjöll. Þeir sem ganga með okkur á veturna þurfa að eiga þennan búnað, það er margfalt þess virði að eiga hann og komast á fjöll eða leiðir sem eru okkur annars utan seilingar. Notum hann reglulega yfir vetrartímann…


Deildu hér

bottom of page