top of page

Thu, Apr 21

|

Snæfellsnes, Iceland

Hestur sérkennilega fjallið á Snæfellsnesi

Spennandi leið á dulúðugt og fagurmótað fjall sem felur sig bak við Þrífjöll, Skyrtunnu og Ljósufjöll en gefur einmitt þess vegna stórkostlega fjallasýn á fjallapíramídana allt í kring þegar gengið er á það og eins niður til sjávar norðan Snæfellsness...

Registration is Closed
See other events
Hestur sérkennilega fjallið á Snæfellsnesi
Hestur sérkennilega fjallið á Snæfellsnesi

Time & Location

Apr 21, 2022, 7:00 AM – 7:00 PM EDT

Snæfellsnes, Iceland

About the Event

Uppfært 20. apríl 2022 kl. 14:00:

Skráðir eru 11 manns:  Bára, Birgir Martin, Fanney, Jaana, Haukur, Kolbeinn, Siggi, Sigrún Bj., Sjöfn Kr., Tinna, Örn. 

Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Metum veðurspá fram á miðvikudagshádegi og breytum um fjall ef okkur líst ekki á spána. 

*Jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður allra NB og gott að taka keðjubroddana með. Förum yfir helstu atriði við notkun brodda og ísexi þegar við setjum þá upp eins og alltaf í okkar ferðum. 

Verð:

Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 9.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 18:00 miðað við 1,5 klst. akstur, 7 - 8 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 1,5 klst.  

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Akstursleiðarlýsing:

Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg gegnum Borgarnes og fljótlega er beygt til vinstri veg 54 út eftir Snæfellsnesi og hann ekinn að afleggjara á hægri hönd sem heitir Rauðamelsvegur og hann ekinn framhjá bænum Gerðubergi og áfram að góðu bílastæði við veginn nálægt Rauðamelskúlu. 

Hæð:

Um 834 m.

Hækkun:

Um 1.060 m miðað við 72  m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 18 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 7 - 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið um melar og grasi grónar lendur á aflíðandi leið pp grýtta og gróna hjalla inn eftir og upp í fjallgarðinn með tignarleg Þrífjöllin á vinstri hönd og fjallstinda Hítardals og Kolbeinsstaðafjalls í fjarska hægra megin. Frekar einföld leið en þó samansafnandi hækkun allan tímann, þar til komið er að fjallsrótum Hestsins í aflokuðum fjalladal þar sem Skyrtunna gnæfir yfir og sjaldgæf sýn til austurhlíða og baksviðs Ljósufjalla blasir við ásamt Botna-Skyrtunnu. Farið í jöklabrodda upp brattar en öruggar hlíðar Hests líklegast í mjúku snjófæri miðað við veðurfarið, núna en aldrei að vita. Þegar upp í söðul Hestsins er komið (skarðið milli tindana) rekjum við okkur eftir kyngimögnuðum fjallshrygg austurtindsins alla leið upp á hann þar sem fara þarf varlega en er vel fær og að ef færið er öruggt og snjórinn mjúkur metum við hvort við þræðum okkur líka yfir á vesturtindinn sem er aðeins hærri. Þetta tindabrölt er valkvætt þar sem nestisstund verður í skarðinu áður en haldið er svo niður og til baka sömu leið. 

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir miðlungs langa dagsgöngu á aflíðandi leið lengstum en svo upp brattar brekkur á fjallið sjálft og loks þrætt með bröttum fjallshryggjum á einn eða tvo tinda þar sem fara þarf varlega. 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Keðjubroddar, jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður allra þar sem reyna mun á búnað í þéttum brekkunum. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  

Share This Event

bottom of page