Sat, Oct 30
|Iceland
Illasúla og Einhyrningur
Stórkostleg og frekar létt ganga á mjög sjaldfarið og einstaklega fallegt fjall á hálendinu við Markarfljót og Álftavatn á miðri Laugavegsgönguleiðinni með einstöku útsýni. Göngum á Einhyrning í stað Hattfells (v/vetrarfæris) á heimleið sem er mjög stutt ganga en þétt hækkun og magnað útsýni.
Time & Location
Oct 30, 2021, 7:00 AM – 8:00 PM
Iceland
About the Event
Uppfært 29. okt. kl. 15:00 - alls 23 manns staðfestir laug 30/10 : Ágústa H., Ása, Bára, Bjarni, Björgólfur, Doddi, Fanney, Guðmundur Jón, Haukur, Gerður Jens., Inga Guðrún, Jaana, Katrín Kj., Njóla, Rakel, Sigga Lár., Sigríður Lísabet, Sigga Lár., Sigrún Bj., Silla, Sjöfn Kr., Oddný T., Þorleifur, Örn.
Laus 10 pláss - hámark 30 manns.
Jeppar eingöngu, jepplingar komast ekki v/vatnsskemmda í haust og rúta kemst heldur ekki:
1. Örn, Bára, Jaana, Sigríður Lísabet, Silla.
2. Doddi, Njóla, Gerður Jens, Inga Guðrún, Sjöfn Kr.
3. Haukur, Ása, Oddný T., Sigrún Bjarna, Þorleifur.
4. Sigga Lár., Fanney. (2ja manna bíll).
5. Guðmundur Jón, Katrín Kj., Ágústa H., Björgólfur,
Vantar jeppafar: 2 manns; Bjarni, Rakel.
Illasúla heillaði okkur upp úr skónum í fyrra þegar við gengum á hið mjög svo sjaldfarna Stóra Grænafjall við Álftavatn þar sem hún reis litrík og formfögur hinum megin við Markarfljótsgljúfrið... það var engin spurning að setja þetta fjall á dagskrá í ár... og þar sem Hattfellið er alveg í leiðinni keyrandi til baka... þá langar okkur að ganga á það líka... þar sem sú ganga er líka stutt í vegalengd en brattinn er mikill og því valkvætt hvort menn bæti því fjalli við og eins geta menn snúið við ef þeir vilja þegar ofar er komið, en það er án efa þess virði að fara langleiðina upp fjallið þó brattasta hlutanum sé sleppt eins og margir hafa gert í gegnum tíðina.
Ekkert finnst á veraldarvefnum um göngu á Illusúlu og því eru líklega smalar að mestu eða eingöngu að ganga á það... það eru því alger forréttindi að ná að ganga á þetta litríka, formfagra og einstaklega fallega fjall sem er staðsett er á mergjuðum stað á hálendinu við Markarfljótsgljúfur.
Ferðasagan af Stóra Grænafjalli þar sem Illasúla skreytir landslagið mikið sem og Hattfell:
Tindferð 203 Litla og Stóra Græn (toppfarar.is)
Mikilvægt:
*Eingöngu farið í góðri veðurspá. Metum fram á fimmtudag eða föstudagsmorgun og tilkynnum þá brottför eður ei.
*Eingöngu jeppar fara í þessa ferð og bensínkostnaður deilist á farþega: viðmiðið er 1.500 kr fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn).
*Skráning eingöngu með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun nema annar komi í staðinn ef uppselt var orðið í ferðina.
Verð:
Kr. 6.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 8.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 10.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun eftir eftir 1. ágúst nema annar komi í staðinn.
Veðurspár:
www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norsrka veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál tilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Hattfell - Weather forecast
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 20:00 miðað við 3 klst. akstur x2 og 4-5 klst. + 1 klst. göngu.
Aksturslengd:
Um 3 klst.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Suðurland á þjóðveg1 1 gegnum Hvolsvöll og beygt svo inn Fljótshlíðarveg F261 og áfram Emstruleið upp á hálendið, framhjá Hattfelli og Emstrum og yfir brúna á Innri Emstruá þar sem lagt er af stað gangandi.
Hæð:
Um 700 m á Illusúlu og 655 m á Einhyrning.
Hækkun:
Um 300 m á Illusúlu miðað við 550 m upphafshæð og 355 m á Einhyrningi úr 294 m hæð - alls 905 m á bæði fjöll.
Göngulengd:
Um 9 km á Illusúlu frá Emstruleið og 3 km á Hattfell - alls um 12 km á bæði fjöll.
Göngutími:
Um 4-5 klst. á Illusúlu og 2 klst. á Hattfell - alls um 6-7 klst. á bæði fjöll.
Gönguleiðin:
Mjög spennandi ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi á mjög sjaldfarið fjall sem gefur fágætt og alveg einstaklega stórbrotið útsýni yfir Markarfljótsgljúfur og Álftavatn á Laugavegsgönguleiðinni. Gengið í sandi, möl, grjóti, grasi og mosa. Á Einhyrning er leiðin þétt upp í grasi, mosa og grjóti á vel færri leið þó fjallið virðist bratt að sjá.
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir tvær frekar stuttar göngur á vel fært fjall til að byrja með (Illasúla) með magnaðri aðkomu um sjaldfarið svæði á hálendinu og svo á frekar bratt en vel fært fjall í þéttri hækkun á öruggri leið.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: https://fb.me/e/2qdiYIvGp