top of page

Kaldaklifsgil, Skjannanípa, Raufarfell, Uppistungnahaus bakdyramegin að Seljavallalaug undir Eyjafjöllum

Sat, May 24

|

#Eyjafjöllin

Hrikalega spennandi könnunarleiðangur á glæsileg fjöll undir Eyjafjallajökli um gullfallegt gljúfur þar sem gönguleiðin um Fimmvörðuháls blasir við á aðra hönd og upp Eyjafjallajökul á hina. Dýrðarinnar landslag sem markar leiðina um þjóðveg 1 "undir Eyjafjöllum" og er eitt það fegursta á landinu.

Kaldaklifsgil, Skjannanípa, Raufarfell, Uppistungnahaus bakdyramegin að Seljavallalaug undir Eyjafjöllum
Kaldaklifsgil, Skjannanípa, Raufarfell, Uppistungnahaus bakdyramegin að Seljavallalaug undir Eyjafjöllum

Dagsetning og tími

May 24, 2025, 8:00 AM – 7:00 PM

#Eyjafjöllin, Seljavallalaug, 861, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 18. janúar 2025:


Skráðir eru x manns:


Mikilvægar tilkynningar:

*Fólksbílafært.

*Þriðjudagsæfingarnar æfa vel klöngur og brölt í grjóti og brekkum og tindferðirnar um helgar æfa vel úthald á löngum vegalengdum og það er nauðsynlegt að æfa bæði mjög vel fram að þessari ferð.

*Þetta er hrikalega spennandi könnunarleiðangur um sjaldfarnar slóðir að hætti hússins, þar sem við áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds.


Deildu hér

bottom of page