Kjölur og Dagmálafell í Kjós stutta og létta dagleið í einföldu landslagi á allra færi
Sat, Dec 07
|Kjósarhreppur, 276, Iceland
Spennandi könnunarleiðangur á frekar léttri leið á sjaldfarin fjöll ofan við Kjósina sem gefa nýtt útsýni og mikla víðsýni yfir fjöllin frá Esju að Þingvöllum.
Dagsetning og tími
Dec 07, 2024, 10:00 AM – 5:00 PM
Kjósarhreppur, 276, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 6. desember 2024 kl. 16:00:
Skráðir eru 12 manns: Aníta, Bára, Birgir, Brynjar, Fanney, Gulla, Jóhanna Fríða, Sighvatur, Sjöfn Kr., Skarphéðinn, Steinar R, Örn.
Nýjustu tilkynningar:
*Fólksbílafært, best að vera á hærri bílum á góðum dekkjum fyrir afleggjarann við ána þar sem er smá snjór.
*Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra. Metum þegar nær dregur þörf á jöklabroddum + ísexi.
*Jólahúfur og jólanesi þeir sem eru í jólaskapi. Þjálfari mætir með jóladúk til að dekka upp smávegis jólanestishlaðborð í nestistímanum. Ekki sleppa því að koma ef ekki næst að græja jólahúfu eða jólanesti eða eitthvað á hlaðborðið, bara gaman ef við nennum :-)