top of page

Sat, Feb 24

|

ÞvertyfirÍsland

Kóngsvegur frá Laugarvatni um Bláskógabyggð í Úthlíð #ÞvertyfirÍsland

Greiðfær og láglend en gullfalleg ganga um Kóngsveg í gegnum Bláskógabyggð og yfir Brúará á gróðursælli leið um skóga og gróskumikla sveit Bláskógabyggðar til Úthlíðar. Gengið á mis greinanlegum stíg, á malarvegum að hluta og stikla þarf yfir læki á köflum á mergjaðri og léttri leið.

Registration is Closed
See other events
Kóngsvegur frá Laugarvatni um Bláskógabyggð í Úthlíð #ÞvertyfirÍsland
Kóngsvegur frá Laugarvatni um Bláskógabyggð í Úthlíð #ÞvertyfirÍsland

Time & Location

Feb 24, 2024, 8:00 AM – 6:00 PM

ÞvertyfirÍsland, Uthlid Cottages, 801 Selfoss, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 23. febrúar 2024 kl 20:00: 

Skráðir eru 17 manns: Agnar, Aníta, Áslaug Birgisdóttir gestur, Ása, Bára, Berta Björk Heiðarsdóttir gestur, Björg, Brynjar, Elsa, Gulla, Inga Guðrún, Kolbeinn, Magga Páls, Oddný T., Sigríður Lovísa Jónsdóttir gestur, Sjöfn Kr., Örn.

Bílar til að ferja: 

Bílar 1 + 2: Örn, Bára, Batman + Ása, Oddný, Kolka, Myrra. 

Bílar 3 + 4:  Kolbeinn + Aníta, Björg, Brynjar, Sjöfn Kr. 

Bílar 5 + 6: Inga Guðrún og 1 gestur og Gulla og 2 gestir

Bílar 7 + 8: Agnar, Magga Páls, Elsa.

Nýjustu tilkynningar:

*Staðfest brottför laugardaginn 24. febrúar, frábær veðurspá og heilmikið búið að taka upp af snjó á leiðinni. Sjá tilkynningu á lokaða fh-hópi Toppfara um leiðarval ofl. mikilvægt að lesa það NB. Ef gestir vilja koma í þessa göngu þá sendið okkur línu og við sendum á ykkur þessar upplýsingar og höldum ykkur upplýstum fram að brottför á laugardaginn. 

*Frestum þessari ferð um eina viku til 24/2 vegna veðurs helgina 17/2.  Miðdalur í Esju er einnig á dagskrá 24/2 og því mun þessi þverunarleggur vera til vara ef ekki viðrar nægilega vel á Esjuna þessa helgi. Veðurspá þarf að vera góð fyrir Miðdal Esju en sæmilegt veður gæti sloppið á Kóngsveginum sem ekki sleppur á Esjunni svo sjáum til og vonum að við náum annarri hvorri göngunni þessa síðustu helgi í febrúar. 

*Færum þessa ferð fram til 17. febrúar vegna liðþófaaðgerðar Báru þjálfara (fjallgöngubann í 2 mánuði).

*Fólksbílafært. Ferjum helming bíla að tjaldstæðinu í Úthlíð þar sem gangan endar og keyrum til baka að upphafsstað við Laugarvatnsveg.

Verð:

Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef báðir aðilar sem deila æfingagjöldum mæta. 

Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 12.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng. 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 08:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 18:00.

Aksturslengd:

Um 1,5 klst. með ferjun í upphafi og lok dags (aðeins styttra í lok dags þar sem við náum bara í bílana á heimleið).

Akstursleiðarlýsing:

Keyrt frá Össuri, Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg, Þingvallaveg, Lyngdalsheiði að Laugarvatni og gegnum svæðið þar til tekin er vinstri beygja að tjaldstæðinu við Úthlíð þar sem helmingur bíla er skilinn eftir og keyrt á hinum helmingnum til baka að Laugarvatni. Akstur tekur um 10-15 mín á milli. 

Hæð:

Um 178 m á Kóngsvegi undir Efstadalsfjalli á miðri leið.

Hækkun:

Um 560 m miðað við 100 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 22 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngutími:

Um 6 - 7 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið meðfram Laugarvatnsvegi til að byrja með og svo út á mis greinanlegan stíg gegnum skóglendi, kjarr og heiði þar sem þrætt er að mestu um þessa gömlu gönguleið ofan við bóndabýli og sumarhúsabyggð en þó er á kafla komið inn á malarvegi í byggð og þrætt einu sinni gegnum sumarhúsabyggð sem verður á vegi okkar. Farið á brú á Brúará og stikla þarf yfir læki á tréstaurum á einum stað og á grjóti á öðrum stað og því best að vera með vaðskó og þurrklút ef við náum ekki að stikla og vera vel skóaður og jafnvel með legghlífar og varasokka í bakpokanum.

Erfiðleikastig:

Um 2 - 3 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir frekar langa dagsgöngu en á slóðaðri leið sem er greiðfær og láglend.

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

FB-viðburður: 

Share This Event

bottom of page