Sat, Mar 25
|#Snæfellsnesfjöllin
Kráka, Hrókur, Smjörhnúkur neðri, Digrimúli og Kvernárrani upp með Kverná og Kvernufossi Snæfellsnesi
Mjög spennandi, frekar stutt og greiðfær ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi á svipmikla og fagra fjallshnúka ofan Grundarfjarðar sem fáir ganga á enda umkringdir þekktari, glæsilegum fjallstindum allt í kring sem skreyta leiðina. Tilvalin fyrsta ganga fyrir nýliða og alla í klúbbnum !
Time & Location
Mar 25, 2023, 8:00 AM – 6:00 PM
#Snæfellsnesfjöllin, Grundarfjarðarbær, 351, Iceland
About the Event
Uppfært 24. mars 2023 kl. 17:00:
Skráðir eru 13 manns: Agnar, Birgir, Elísa, Guðmundur Jón, Gulla, Jaana, Katrín Kj., Kolbeinn, Siggi, Silla, Þórkatla + báðir þjálfarar.
Lágmark 10 manns, hámark 20 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Staðfest brottför út frá veðurspá og þátttökufjölda. Sjá allar umræður um ferðina fram að brottför á lokaða fb-hóp Toppfara !
*Staðfest brottför út frá veðurspá laug 25/3, komnir 4 manns + þjálfarar, metum fram að hádegi út frá þátttökufjölda en við viljum helst fara þar sem þessari ferð er margfrestað vegna veðurs svo líklega förum við þó við verðum ekki fleiri, við viljum kynnast þessari nýju leið.
*Eftir frestanir nokkrum sinnum er lítur veðurspáin laug 25. mars mjög vel út svo við stefnum á að fara þann dag en metum fram á fimmtudagskvöld út frá veðurspá. Við förum ef við náum 10 manns í þessa ferð eða næstum því :-)
*Fólksbílafært.
*Stutt og frekar létt dagsganga á færi allra í sæmilegu gönguformi á svipmikla fjallstinda í einstöku landslagi. Tilvalin ganga fyrir nýliða og þá sem eru að koma sér aftur á fjöll eftir hlé og góð nýting á stuttum birtutíma fyrir þá sem eru vanari en landslagið í kring skreytir svo leiðina að hvert skref er þess virði.
*Við ætlum að fara þó við verðum fá því annars gerast ekki ævintýrin :-)
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 10.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 13.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Grundarfjordur - Long term forecast
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 18:00.
Aksturslengd:
Um 2,5 klst. Fólksbílafært.
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg, gegnum Borgarnes með hefðbundinni stuttri áningu í Olís, áður en beygt er stuttu eftir að komið er út úr Borgarnesi til vinstri út á Snæfellsnes veg F54 og hann ekinn út Snæfellsnesið þar til beygt er til hægri veg F56 um Vatnaleið þar sem komið er niður á norðanvert Snæfellsnesið og þá beygt til vinstri aftur inn á veg F54 í átt til Grundarfjarðar, þar sem bílum er lagt á malarstæði við þjóðveginn neðan við fjallatinda dagsins, stuttu áður en komið er inn í sjálfan bæinn.
Hæð:
Um 720 m.
Hækkun:
Um 800 m miðað við 10 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 10 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 5 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið um gróið land til að byrja með þar sem skurðir, klettahjallar, mýrar og lækir gætu flækt för upp með Grundará þar til við tekur grónir og grýttir hjallar upp á Digramúla og þaðan haldið áfram greiðfæra leið um gróna og grýtta ása Digramúla upp á svipmiklar brúnir og strítulaga tindana sem rísa ofar og gefa mikið útsýni yfir gullfallegan vesturhlutann á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem Kirkjufellið, Helgrindur, Örninn, Klakkur, Eyrarfjall, Bjarnarhafnarfjall, Hvítihnúkur og margir fleiri glæsilegir fjallstindar raða sér í nánast seilingarfjarlægð allan hringinn og gefa einstaka upplifun á frekar saklausri fjallgönguleið. Bakaleiðin verður í sama tilraunakennda andanum og helst meðfram Kverná þar sem hinn frægi Kvernárfoss verðurs skoðaður áður en haldið verður til baka í bílana. Leiðarval gæti verið öfugt við þetta, metið á staðnum eftir aðstæðum, færi og veðri.
Erfiðleikastig:
Um 1-2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir stutta og tæknilega einfalda en mjög spennandi og einstaklega fallega dagsgöngu um greiðfært fjalllendi með viðkomu á strítulaga fjallstindum sem eru sjaldfarnir og óþekktir og falla í skuggann af öllum frægu fjallstindunum sem raða sér um allan þennan fjallasal Grundarfjarðar og eru hreinlega á heimsmælikvarða hvað varðar tignarleik og fegurð.
Búnaður:
Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.