top of page

Kringum Langasjó á einum degi 50 km á 18 klst.

Mon, Jul 10

|

#KringumLangasjóáeinumdegi

Ofurganga ársins 2023 er hringleið kringum Langasjó á einum degi eins og við fórum Laugaveginn 2020 og Vatnaleiðina 2021. Um sanda, fjörur og stórkostlegar rætur Fögrufjalla í einstakri öræfakyrrð við jaðar Vatnajökuls kringum blátt og tært fjallavatn í landslagi sem á sér engan líka á Íslandi.

Registration is Closed
See other events
Kringum Langasjó á einum degi 50 km á 18 klst.
Kringum Langasjó á einum degi 50 km á 18 klst.

Time & Location

Jul 10, 2023, 10:00 AM – Jul 14, 2023, 6:00 PM

#KringumLangasjóáeinumdegi, Langisjór, 881, Iceland

About the Event

Uppfært 10. júlí:

Skráðir eru 6 manns: Aníta, Bára, Silla, Sjöfn Kr., Steinar R. og Örn.  

Jeppar: 

1. Örn, Bára, Aníta, Sjöfn Kr., Silla, Steinar R.

Afboðað: Maggi. 

Lágmark 8 manns manns og hámark 12 manns, nauðsynlegt að vera lítill og þéttur hópur sem gengur í takt allan tímann. 

Nýjustu tilkynningar:

*Stofna lokaðan hóp fyrir þá sem eru búnir að staðfesta þessa ferð. Förum þar betur yfir leiðina, farangur og búnað. 

*Mikilvægt er að byrja að æfa þol og úthald í ársbyrjun fyrir þessa ofurgöngu með því að mæta vel í Toppfaragöngurnar, bæði á þriðjudögum og um helgar, ganga helst á fjall í hverri viku, taka vinafjallið sem gott aðhald og ná lágmark tveimur löngum dagsgöngum sem eru yfir 20 kílómetra langar. Mikilvægast verður er að hitta hópinn sem oftast og ráða saman ráðum okkar, við leiðangursmennirnir sem ætlum að fara þessa leið saman því þannig verðum við sem einn maður og njótum þessarar upplifunar saman því undirbúningurinn er ekki síðri en sjálf gangan.

*Þetta er þriðja formlega ofurgangan í klúbbnum og í þeim öllum er farin leið sem vanalega er farin á 3 dögum með allt á bakinu eða með trússi. Með því að ferðast létt, æfa vel og vera jákvæður og lausnamiðaður í hugsun höfum við komist að því að svona löng leið er vel gerleg öllum sem undirbúa sig undir hana og vilja njóta þessarar sérstöku upplifunar sem næst með svona ofurgöngu. Utanumhaldið og burðurinn í kringum 3ja daga gönguferð er talsverð en með því að ganga alla leiðina í einum löngum rykk getum við ferðast létt og þurfum ekki að eyða orkunni í mikinn burð (tjald, dýna, svefnpoki, varaföt, mataráhöld, matur fyrir 3 daga).  Reynslan af fyrri ofurgöngum kemur sér vel og er einföld... þetta er vel hægt og kyngimagnað að gera þetta. Við getum ekki beðið eftir því að ganga þessa leið og ef ekki næst næg þátttaka þá ætla þjálfarar að fara sjálfir á eigin vegum en skemmtilegast væri að upplifa þetta saman sem hópur.

Verð:

Kr. 19.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi fyrir fararstjórn, bílstjóra og 1 jeppa á hliðarlínunni í 1,5 sólarhring frá Reykjavík.

Kr. 24.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum en þá þarf að æfa vel mjög í samráði við þjálfara og mæta í lágmark eina dagsgöngu með fjallgönguklúbbnum til að þjálfarar geti metið form viðkomandi. 

Innifalið í verði er fararstjórn. Eftir ábendingar og umræður innan hópsins var ákveðið að sleppa bílstjóra sem kemur við á miðri leið. Þessi breyting þýðir að allir sem fara í þessa göngu verða að vera öruggir með að geta gengið alla þessa leið án vandræða. Ekki er ráðlegt að keyra sama dag og gangan hefst nema menn treysti sér vel til þess (þjálfarar ætla að keyra að að morgni fyrir ferð) og alls ekki eftir gönguna þar sem við eigum inni nætursvefninn yfir göngutímann (gengið seinnipartinn, yfir nóttina og fram undir hádegi næsta dag). Best er ef 4 manns sameinist í 1 jeppa / jeppling og gista 1 - 2 nætur í Hólaskjóli. Þjálfarar ætla að gista þar eftir gönguna. Mjög góð aðstaða í Hólaskjóli, hver og einn pantar pláss þar sjálfur, sjá https://www.eldgja.is/ 

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is. 

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með fullnaðargreiðslu. 

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn www.yr.no þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Höfum 5 daga til að velja úr út frá veðurspá (eingöngu farið í góðu veðri); frá mán 10. júlí til fös 14. júlí að báðum dögum meðtöldum til að keyra af stað í fyrsta lagi kl. 10 á mánudag og keyra heim og koma í bæinn í síðasta lagi kl. 15 á föstudag. Veðurspá ræður endanlegum sólarhring en almennt er lagt upp með að leggja keyrandi af stað kl. 10.00 að morgni úr bænum, keyra í 5 klst. með máltíð í Vík að Langasjó, ganga í 16 - 18 klst., taka svefnhvíld í Hólaskjóli eftir gönguna og keyra aftur í bæinn í 5 klst. og lenda í Rvík um kvöldið en hver og einn hefur þetta eins og honum hentar.  Gangan sjálf hefst um kl. 15- 16:00 frá Langasjó og endar um kl. 9 - 10:00 á sama stað eftir 55 km á 18 klst. en þetta verður sveigjanlegt eftir veðri. 

Heimkoma:

Eftir smekk hvers og eins en miðað er við að koma í bæinn kvöldið eftir að göngunni lauk um morguninn, eftir að hafa tekið smá veislufagn og svefnhvíld í 5 - 6 klst. í Hólaskjóli frá um kl. 10 - 16. 

Aksturslengd:

Um 5 klst.  Jepplingafært að Langasjó. Ath að eingöngu er fært jeppum ef keyra þarf inn eftir Langasjó til að sækja göngumenn, ef einhver ætlar að hafa slíkan á hliðarlínunni fyrir sig. 

Akstursleiðarlýsing:

Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 kl. 10:00 að morgni göngudags eða þegar hentar best út frá veðurspá.

Hæð:

Um 737 m.

Hækkun:

Um 1.030 m miðað við 682 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 50 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 16 - 18 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið á slóða meðfram vatninu gegnum Fögrufjöll og um alls ellefu ægifögur lón sem lúra milli grænna fjallanna í einstöku landslagi þar til komið er að enda vatnsins við jökulinn. Þar þarf að vaða smávegis áður en haldið er áfram hinum megin vatnsins þar sem slóðinn liggur nú meðfram vatninu en á þessum hluta ná jeppaslóðar sem hægt er að nýta ef sækja þarf göngumenn ef eitthvað kemur upp á. Tökum þessa leið í fimm áföngum með fjórum skipulögðum 30 - 45 mín nestispásum en einmitt þannig verður verkefnið yfirstíganlegt. 

Erfiðleikastig:

Um 6 af 6 eða eingöngu fært þeim sem eru í mjög góðu gönguformi fyrir mjög langa og krefjandi göngu sem mun reyna vel á alla. Leiðin er tæknilega einföld á slóða allan tímann um sanda, fjörur, gras og mosa en NB engar bjargir eru á leiðinni, ekki skálar eða annað manngert en jeppaslóði er nálægt síðari hluta leiðarinnar, þar sem hægt er að fá flutning ef í harðbakka slær.

Búnaður:

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, léttar legghlífar (mjúkur sandur). Nægt vatn er á leiðinni til áfyllingar allan tímann en gott að hafa 1 L af vatni meðferðis og fylla reglulega á. Kjarngott nesti fyrir fjórar góðar nestispásur á 10 km fresti og gott að hafa aldrei það sama í fjögur skipti, t. d. kjöt fyrst, svo pastasalat, svo samloka og loks nasl og eitthvað sætt síðasta nestistímann (reynslan frá Laugaveginum og Vatnaleiðinni en hver og einn velur hvað hentar sér). Höfuðljós, hælsærisplástur og verkjalyf er nauðsynlegur búnaður allra NB en við notuðum samt ekkert höfuðljósin í fyrri ofurgöngum svo það má spyrja sig með þau þegar nær dregur. Spáum saman í búnaði og farangri í undirbúningsferlinu og mætum í sem flestar Toppfaragöngur til að geta velt saman vöngum, helmingur þessa ævintýris er sjálfur undirbúningurinn.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  (20) Kringum Langasjó á einum degi 50 km á 18 klst. - ofurgangan 2023 ! | Facebook 

Share This Event

bottom of page