Krossþjálfum fjórar hreyfingar á viku allt árið - Toppfaraáskorunin 2025 !
Wed, Dec 31
|#Hálftíminn
Áskorun Toppfara árið 2025 er að taka fjórar mismunandi hreyfingar á viku, að lágmarki 5 mín hver. Hvaða hreyfing sem er gildir, t. d. fjallganga, skokk, sund, hjól, skíði, dans, lyftingar, ganga ofl. Sjá þátttökureglur neðar. Stefnum á 52 vikur og skemmtum okkur konunglega í leiðinni! #Krossþjálfum
Dagsetning og tími
Dec 31, 2025, 11:00 AM – 11:50 PM
#Hálftíminn
Nánari upplýsingar
Áskorun ársins 2025 er að ná fjórum mismunandi hreyfingum/íþróttum á viku allar vikur ársins.
Lágmark 5 mín hver hreyfing en helst halda hálftímanum inni á hverjum degi af því hann er kominn til að vera í lífi Toppfara ásamt vinafjallinu.
Þátttökureglur:
Eingöngu klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt.
Hreyfingin þarf að vera samfelld í 5 mín að lágmarki.
Hver og einn getur sett sér hærri tímamörk en 5 mín en ástæðan fyrir eingöngu 5 mín er t. d. sá sem hjólar í sund í 5 mín hvora leið og syndir í 30 mín sem gildir þá sem 2 hreyfingar og viðkomandi nær hálftímanum þann daginn... eða sá sem skokkar í 40 mín og tekur lóð í 5 mín... þá gildir sú æfing sem tvær mismunandi hreyfingar í vikunni, enda er viðkomandi að krossþjálfa og í þessu gildir gæði og fjölbreytni frekar en magn. Hver og einn getur samt sett sér…