
Mæla fleiri en Skagamenn tímann sinn á Háahnúk í Akrafjalli ?
Mon, Jun 30
|#Fjallatími
Hin áskorun Toppfara árið 2025 er að mæla tímann upp og niður á tólf fjöllum á tólf mánuðum eða færri eftir vali og taka þannig púlsinn á sér reglulega og bera saman milli mánaða og ára og helst nýta þessa mælingu til að bæta þolið. Háihnúkur í Akrafjalli er sjötta fjallið af tólf ! #Fjallatími


Dagsetning og tími
Jun 30, 2025, 5:00 PM – 7:00 PM
#Fjallatími
Nánari upplýsingar
Hin áskorun ársins 2025.. er að mæla tímann okkar upp, niður og alls á tólf æfingafjöll á tólf mánuðum eða þeim æfingafjöllum sem við viljum og skráum hann niður... til að bæta þolið og taka púlsinn á okkur milli mánaða og ára.
Það gefur okkur aðhald og hvatningu en keppum fyrst og fremst við okkur sjálf:
Leiðbeiningar um leiðina upp að Háahnúk í Akrafjalli:
*Farið frá hefðbundna bílastæðinu neðan við Akrafjall.
*Slóðinn er fjölfarinn og auðgreinanlegur og er farið upp slóðann hægra megin á syðri fjallsásinn þar sem Háihnúkur er hæstur, en Geirmundartindur er á nyrðri fjallsásinum (og það má sko líka mæla tímann sinn þangað upp þeir sem vilja !).
*Þessi leið er mjög vel slóðuð og auðgreinanleg alla leið upp og hún er algengasta leiðin upp og niður Akrafjallið þó þetta sé ekki hæsti tindur, en nyrðri leiðin upp að Guðfinnuþúfu og á Geirmundartind er líklega lítið minna…