
Melfell og Hafurshorn við rætur Heklu magnaða leið úr einum heimi í annan
Sat, Feb 01
|#Heklurætur
Spennandi könnunarleiðangur á lítið fell sem Hekla náði næstum því að þekja með hrauni en tindurinn einn stendur ennþá upp úr hraunbreiðunni og fangaði augað ofan af Langafelli við Næfurholt vorið 2022, þar sem komið verður við á ávölu fjallsbungunni Hafurshorni. Stutt og létt ganga á færi allra.


Dagsetning og tími
Feb 01, 2025, 8:00 AM – 5:00 PM
#Heklurætur, Galtalækur, 806, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 31. janúar 2025:
Skráðir eru x manns:
Mikilvægar tilkynningar:
*Frestað vegna veðurs til 8/2 og Hestur og Knarrarfjall Snæfellsnesi einnig sett á þann dag og veðrið ræður endanlegri för. *Fólksbílafært á malbikaðri leið.
*Keðjubroddar nægja í þessari ferð (ekki þörf á ísexi og jöklabroddum).
*Þetta er könnunarleiðangur um sjaldfarnar slóðir að hætti hússins, þar sem við áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds.