Miðsúla - fáfarnasta og brattasta Botnssúlan
Sat, Sep 07
|Botnssúlur, 806, Iceland
Mjög flott ganga á Botnssúlu sem er líklega sú fáfarnasta af þeim öllum fimm (eða sex) þar sem farið er upp hrygginn norðvestan megin í hrikalega flottu landslagi og útsýni. Fyrir þá sem elska klöngur og glíma ekki við mikla lofthræðslu en valkvætt að sleppa efsta kaflanum og þess virði að koma með
Dagsetning og tími
Sep 07, 2024, 8:00 AM – 5:00 PM
Botnssúlur, 806, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 6. september 2024:
Skráðir eru 7 manns: Aníta, Áslaug, Birgir, Sighvatur, Sjöfn Kr., Þorleifur og Örn.
Mikilvægar tilkynningar:
*Betra að vera á hærri fólksbílum inn að Svartagili.
*Ljósmynd ferðar er úr hlíðum Syðstu súlu með Miðsúlu hægra megin og Háusúlu vinstra megin, tekin í stóru Botnssúlugöngunni þar sem allir fimm tindar þeirra voru sigraðir í einni göngu þann 30. júní 2012 og komið svo seint í bæinn að við misstum af því að kjósa okkur forseta það skiptið :-) - sjá hér: Tindferð nr 80 - Botnssúlurnar a (toppfarar.is)
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 12.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Þorgeirsfell - Long term forecast
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össuri, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 17:00 í Reykjavík.
Aksturslengd:
Um 1 klst. frá Reykjavík.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Vesturlandsveg, Þingvallaleið en rétt áður en komið er að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum er beygt inn Uxahryggjaleið þar sem fljótlega er beygt til vinstri malarveg að fjallsrótum. Betra að vera á hærri bílum þennan síðasta kafla.
Hæð:
Um 1.035 m.
Hækkun:
Um 1.000 m miðað við 170 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 14 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 6 - 7 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið í grónu landi og svo grýttu að Botnssúlunum og farið milli Miðsúlu og Súlnabergs sem fáir fara og gengið undir Miðsúlu með viðkomu uppi á hryggnum á leiðinni sem gefur alveg nýja upplifun af Botnssúlunum og haldið svo að hryggnum norðvestann megin þar sem síðasta klöngrið hefst upp á tind og hér reynir að lofthræðslu efsta hlutann í móbergsklettum sem gefa samt gott hald alla leið upp.
Erfiðleikastig:
Um 3 af 6 eða fært öllum í góðu gönguformi fyrir ekki langa en frekar krefjandi dagsgöngu í grýttu en greiðfæru landslagi að mestu en þó varkárnu klöngri efst upp sjálfan tindinn.
Búnaður:
Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð einnig á opinni fb-síðunni: