Mófell og Ok - síðustu tveir Skarðsheiðartindarnir !
Sat, Dec 18
|Skarðsheiði, Iceland
Létt og ljúf ganga á litríka tinda í norðanverðri Skarðsheiði í hrikalegum fjallasal undir tignarlegum fjallseggjum sem gnæfa yfir svæðinu. Landslag sem kemur á óvart þegar nær dregur. Síðustu tveir tindar Skarðsheiðarinnar á árinu ! Skálum á tindinum !
Time & Location
Dec 18, 2021, 9:00 AM – 4:00 PM EST
Skarðsheiði, Iceland
About the Event
Uppfært 17. desember kl. 9:00:
Skráðir eru 8 manns: Bára, Jaana, Jóhanna Fríða, Linda, Ragnheiður, Þorleifur, Þórkatla, Örn.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Síðustu tveir tindar Skarðsheiðarinnar á árinu, nr. 23 og 24 takk fyrir ! Skálum á tindinum fyrir áfanganum. Frí tindferð fyrir alla þá sem náðu að ljúka við áskorunina á árinu. Dregið úr öllum þátttakendum sem luku við alla 24 tindana og árgjald í vinning. Þjálfarar koma með freyðivín og gos til að skála, hver og einn kemur með sitt freyðivínsglas. Sætur sigur og magnaður áfangi hjá þeim sem ná að klára alla tindana !
Verð:
Kr. 3.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 7.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig. Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Mófell - Weather forecast
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 9:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 16:00 miðað við 1:15 klst. akstur og 4 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 1:15 klst.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Vesturlandsveg og beygt til hægri inn veg nr. 50 stuttu fyrir Borgarfjarðarbrú, ekið inn í Skorradal framhjá bænum Horni, Mófellsstaðakoti, Mófellsstöðum og að gámastöð þar sem bílum er lagt.
Hæð:
Um 454 m.
Hækkun:
Um 518 m miðað við 71 m upphafshæð.
Göngulengd:
Um 8 km.
Göngutími:
Um 4 klst.
Gönguleiðin:
Gengið um aflíðandi brekkur, meðfram ánni, um gljúfur og gil og upp á grýttar bungurnar og þrætt um líparítsleginn og litríkan fjallshrygg í lokin sem kemur verulega á óvart. Heilmikið landslags sem er hulið þar til nær dregur.
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir létta og ljúfa dagsgöngu í litríku landslagi í tilkomumiklum fjallasal undir hrikalegum fjallstindum Skarðsheiðarinnar norðan megin.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: (20+) Mófell og Ok - síðustu tveir Skarðsheiðartindarnir ! | Facebook