
Níu tindar í Mósó á mjög langri og rösklegri göngu
Sat, Jun 28
|#Mosófjöllin
Mjög spennandi hringleið um fjallstindana í Mósó þar sem þrætt verður á alla tindana sunnan Þingvallavegar; Úlfarsfell, Hafrahlíð, Reykjaborg, Þverfell, Torfdalshrygg, Grímmannsfell, Reykjafell, Æsustaðafjall og Helgafell í Mósó. Alls um 28-30 km á 9 klst. með um 1300 m hækkun á rösklegri göngu.


Dagsetning og tími
Jun 28, 2025, 8:00 AM – 5:00 PM
#Mosófjöllin, Skarhólabraut, 270 Mosfellsbær, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 27. júní 2025:
Skráðir eru x manns: Bára og kannski Örn
Mikilvægar tilkynningar:
*Mjög löng og krefjandi ganga sem er góð til þjálfunar fyrir krefjandi ferðir í sumar og tilvalin æfingaferð fyrir Ofurgönguna um Strútsstíg í ágúst. Fyrir þá sem vilja ekki fara alla leiðina þá er einfalt að láta sækja sig á miðri leið ef menn hafa einhvern til þess.
*Þetta er tilraunakennd leið þar sem við sníðum fyrri ferðir á þessu fjöll saman og búum til hringleið. Á vegi verða alls kyns hindranir af náttúrulegum völdum eða mannavöldum sem þarf að fara yfir eða sneiða framhjá .
*Ljósmynd ferðar er tekin ofan af Helgafelli í Mosó yfir innri hluta Mosfellsbæjar þar sem sést í neðri hluta Reykjafells, Reykjaborg, Hafrahlíð og hluta af Úlfarsfelli, þann 26. júní 2023.