top of page

Sat, Nov 20

|

Kaldidalur, Iceland

Okið Riddarapeysu-spari-gleði-kristals-prjóna-ganga !

Létt og stutt dagsganga á aflíðandi fjall þar sem gleðin verður við völd frá fyrsta skrefi. Mætum í riddarapeysu eða prjónapeysu og tökum prjónapeysumyndir eftir litum (gular, rauðar, grænar, bláar, gráar...). Hátíðlegt nesti, dúkar, kristall, tónlist, dans og góða skapið. #fjallgöngureruokkardjamm

Registration is Closed
See other events
Okið Riddarapeysu-spari-gleði-kristals-prjóna-ganga !
Okið Riddarapeysu-spari-gleði-kristals-prjóna-ganga !

Time & Location

Nov 20, 2021, 8:00 AM – 4:00 PM

Kaldidalur, Iceland

About the Event

Rúta kostar kr. 5.000 á mann - pláss fyrir 29 manns í rútu - raðað í sæti við greiðslu: 

Ekki hámarksfjöldi NB þar sem þetta er riddaraganga en rútan tekur hámark 45 manns. 

Lágmark 15 manns. 

Uppfært 4. nóvember: 

Skráðir eru með pláss í rútu alls 35 manns: Ágústa H., Ásta Sig., Bára, Bjarnþóra, Björgólfur, Davíð, Elísa, Fanney, Gerður Jens., Gréta, Guðný Ester, Inga Guðrún, Jaana, Jóhanna Diðriks., Jóhanna Svavars., Jón St., Kolbeinn, Linda, Lilja Sesselja, Magga Páls., Njóla, Ragnheiður, Sigga Lár., Sigríður Lísabet, (Siggi á jeppa), Silja, Silla, Sjöfn Kr., Súsanna, Svala, Tinna B., Valla, Þorleifur, Þórkatla, Örn. 

Verð:

Kr. 3.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 7.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

+Rúta kostar 5.000 kr. á mann. 

Greitt beint inn á reikning Gallerí heilsu ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig. 

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Fanntófell - Weather forecast (setti inn Fanntófell sem er næst Okinu frekar en að setja inn "Kaldidalur"). 

Leiðsögn:

Þjálfarar. 

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 16:00  miðað við 1,5 klst. akstur og 4 - 5 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 1,5 klst.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið gegnum Mosfellsbæ og beygt til hægri inn Þingvallaafleggjarann og ekið á Þingvelli. Beygt þar til vinstri um Uxahryggjaleið og ekið framhjá Ármannsfelli og Sandkluftavatni áleiðis inn á hálendisleiðina að Kaldadal sem er ekinn þar til komið er austan við Okið þar sem bílum er lagt. 

Hæð:

Um 1.188 m.

Hækkun:

Um 450 m miðað við 730 m upphafshæð.

Göngulengd:

Um 10,5 km.

Göngutími:

Um 4,5 - 5 klst.

Gönguleiðin:

Grýtt og greiðfært landslag á aflíðandi leið alla leið upp á gígbarminn sem verður þræddur með smá klöngri allan hringinn og farið svipaða leið til baka. 

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir frekar stutta og létta göngu á aflíðandi leið þar sem aðalmálið verður að skemmta sér og vera glaður með góðu fólki allan tímann :-) #fjallgöngureruokkardjamm. 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:

Share This Event

bottom of page